David Eric Grohl (fæddur 14. janúar 1969) er bandarískur tónlistarmaður, fæddur og uppalinn í Virginíu í Bandaríkjunum.

Dave Grohl á tónleikum í London árið 2006.

Dave Grohl hefur verið í allnokkrum hljómsveitum t.d. Scream, Dain Bramage og Nirvana. Hann spilaði á trommur með Nirvana á árunum 1990-1994, en eftir andlát Kurts Cobain stofnaði Grohl hljómsveitina Foo Fighters og er þar söngvari og gítarleikari.

Hann hefur tekið þátt í upptökum og gerð hljómplatna fyrir marga tónlistamenn. Þar má nefna bandarísku stóner rokk hljómsveitina Queens of the stone age en Dave var trymbill hennar við upptökur á plötu þeirra Songs for the Deaf Einnig má nefna Jack Black og hljómsveit hans Tenacious D, en trommuleikur þeirra sveitar er alfarið í höndum Dave. Einnig kom hann við sögu á plötu The Prodigy, Invaders Must Die, þar sem hann lék á trommur í laginu Run With The Wolves. Grohl spilaði á trommur með hliðarbandinu Them Crooked Vultures sem skipaði einnig John Paul Jones úr Led Zeppelin og Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Þeir hafa gefið út eina plötu.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.