Michael Moore

bandarískur kvikmyndagerðarmaður

Michael Francis Moore ( fæddur 23. apríl árið 1954 í Flint, Michigan ) er bandarískur kvikmyndagerðarmaður og aðgerðasinni. Hann hefur gert fjölda þátta og heimildarmynda og hefur meðal annars verið gagnrýninn á kapítalisma, stríð og byssueign.

Michael Moore árið 2011

Heimildarmyndir breyta

Fyrsta heimildarmynd hans var Roger and Me sem fjallar um hrun bílaiðnaðarins í heimabæ hans Flint í Michigan. Moore rannsakar ástæður skólafjöldamorðanna í Colorado árið 1999 í Bowling for Columbine. Í Fahrenheit 9/11 gagnrýnir hann stefnu George W. Bush og stríðið gegn hryðjuverkum. Í Slacker Uprising leitast hann við að hverja Bandaríkjamenn til að kjósa í forsetakosningum. Í Sicko lítur Moore gagnrýnum augum á bandaríska heilbrigðiskerfið. Capitalism: A Love Story fjallar um efnahagskreppuna 2008 í Bandaríkjunum.

Í mynd sinni Where to invade next sankar hann hugmyndum frá ýmsum löndum til að færa Bandaríkjunum. Moore heimsótti Ísland og ræddi hann meðal annars við Vigdísi Finnbogadóttur, Jón Gnarr, Höllu Tómasdóttur og sérstakan saksóknara:Ólaf Þór Hauksson.[1]

Önnur verk breyta

Moore stjórnaði þáttunum TV Nation með BBC og þáttunum The awful truth á 10. áratugnum. Moore samdi og leikstýrði grínmyndinni Canadian Bacon með John Candy og Alan Alda í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um hugsanlegt stríð milli Bandaríkjanna og Kanada.

Moore hefur ritað 8 bækur og er ein þekktasta af þeim Stupid White Men.

Hann hefur leikstýrt tónlistarmyndböndum með Rage Against the Machine, R.E.M. og System of a Down

Heimildarmyndir breyta

  • Roger & Me (1989)
  • Pets or Meat: The Return to Flint (1992)
  • The Big One (1997)
  • And Justice for All (1998)
  • Bowling for Columbine (2002)
  • Fahrenheit 9/11 (2004)
  • Sicko (2007)
  • Slacker Uprising (2008)
  • Capitalism: A Love Story (2009)
  • Where to Invade Next (2015)

Bækur breyta

  • Downsize This! Random Threats from an Unarmed American. (1996)
  • Adventures in a TV Nation. (1998)
  • Stupid White Men ...and Other Sorry Excuses for the State of the Nation! (2002)
  • Dude, Where's My Country? (2003)
  • Will They Ever Trust Us Again? (2004)
  • The Official Fahrenheit 9/11. (2004)
  • Mike's Election Guide 2008. (2008)
  • Here Comes Trouble: Stories from My Life. (2011)

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Michael Moore“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. maí 2016.

Tilvísanir breyta

  1. Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Vísir. Skoðað 29. maí, 2016.