System of a Down (oft nefnd SOAD eða System) er bandarísk rokkhljómsveit stofnuð í Los Angeles árið 1995. Allir meðlimirnir fjórir, Serj Tankian, Daron Malakian, Shavo Odadjian og John Dolmayan, eru af armenskum uppruna og eru þekktir fyrir það að láta í ljós stjórnmálaskoðanir sínar með lagasmíðum. Þekktustu lög fjórmenningana eru „Chop Suey“, „Toxicity“, „Aerials“, „B.Y.O.B. (Bring Your Own Bombs)“, „Question!“, „Lonely Day“, „Sugar“ og „Hypnotize“.

System of a Down
UppruniFáni Bandaríkjana Los Angeles, Bandaríkin
Ár19952006, 2011
StefnurÞungarokk
ÚtgefandiSony BMG
American Recordings
MeðlimirDaron Malakian
John Dolmayan
Serj Tankian
Shavo Odadjian
Fyrri meðlimirAndy Khachaturian
VefsíðaSystemOfADown.com
System of a Down 2013

Saga breyta

Upphafið (1995-1998) breyta

Þegar Soil, hljómsveit Tankian og Malakian flosnaði upp, tóku þeir sig saman og bjuggu til nýja hljómsveit. Þeir báðu Odadjian, sem þá var í annarri hljómsveit, um að vera með hljómsveitinni og hann vann fyrst í stað sem umboðsmaður hljómsveitarinnar. Hann fékk þó fljótlega hlutverk bassaleikara í nýju hljómsveitinni, System of a Down. Ein af fyrstu útgáfum sveitarinnar var lagið „Sugar“ sem er spilað á hverjum tónleikum sveitarinnar. Andy Khachaturian kom inn í hljómsveitina sem trommuleikari og með honum hljóðritaði sveitin nokkrar prufuplötur.

Fyrsta platan (1998) breyta

Eftir útgáfu þriðju prufuplötunnar hætti Khachaturian í hljómsveitinni og John Dolmayan var fenginn í stað hans. Sveitin skrifaði undir samning við plötufyrirtæki Rick Rubin og sumarið 1998 kom fyrsta platan út - var hún samnefnd hljómsveitinni. Platan hlaut engar geysivinsældir en þó varð Sugar vinsælt í útvarpi. Á eftir komu smáskífurnar Spiders og War?. System of a Down fór í tónleikaferðalag og hituðu upp meðal annars fyrir Slayer. Á Ozzfest-tónlistarhátíðina komust fjórmenningarnir og spiluðu þar á næst stærsta sviðinu. Upp frá því fóru þeir í tónleikaferðalag með Fear Factory og Incubus. Árið 2000 hljóðrituðu þeir ábreiðu (e.: cover) af Black Sabbath-laginu „Snowblind“ og komst hún á plötuna Nativity in Black 2.

Farsælt gengi: Toxicity/Steal this album! (2001) breyta

Hljómsveitin sló í gegn þegar önnur breiðskífa hennar, Toxicity, komst í fyrsta sæti bæði bandaríska og kanadíska listans og hlaut hún margfalda platínusölu, með alls 6 milljónir seldra eintaka um heim allan. Platan var enn í efsta sæti bandaríska listans þegar hryðjuverkaárásinar 11. september voru framdar. Þar sem lögin á plötunni voru uppfull af stjórnmálaskoðunum voru sum þeirra talin „óviðeigandi“ útvarpi, m.a. hið geysivinsæla lag Chop Suey! en í textanum segir meðal annars „trust in my self-righteous suicide“. Myndbandið var mikið spilað á MTV og líka næsta smáskífan, Toxicity. Þrátt fyrir mótbyr hlaut Chop Suey! Grammy-tilnefningu og hljómsveitin hlaut mikla spilun á bandarískum útvarpsstöðvum á árunum 2001 og 2002 með Toxicity og Aerials í aðalhlutverkum. Í maí 2006 setti VH1 Toxicity í 14. sæti á lista sínum yfir 40 bestu þungarokkslög allra tíma.

Undir lok árs 2001 láku nokkur óútgefin lög hljómsveitarinnar út á Netið. Hljómsveitin gaf frá sér yfirlýsing að lögin væru óklárað efni og í nóvember 2002 gáfu þeir þau út á B-hliðarbreiðskífunni Steal This Album!. Útlitið líktist skrifanlegum diski sem hafði verið krabbað á með tússpenna. 50.000 ólík eintök voru gefin út, hver með sínu útliti, og voru þau hönnuð af meðlimum sveitarinnar. Nafn disksins var svar við bók Abbie Hoffman sem nefndist Steal This Book og skilaboð til þeirra sem dreifðu lögunum um Netið og stunduðu dreifingu ólöglegs efnis.

Smáskífurnar Innervision og I-E-A-I-A-I-O voru einungis gefnar út í því skyni að kynna útvarpsstöðvum þær en fengu aftur á móti mikla spilun. Myndband við Boom! var leikstýrt af Michael Moore og var þar sýnd andstaða við stríðið í Írak.

Mezmerize/Hypnotize (2005) breyta

Á árunum 2004 og 2005 fóru fram upptökur á nýrri tvöfaldri breiðskífu, Mezmerize/Hypnotize, og kom hvor hluti út með 6 mánaða millibili. Fyrri platan, Mezmerize, kom út í maí 2005 og hlaut lof gagnrýnenda - fyrst vikuna seldust 800 þúsund eintök. Hún komst í efsta sæti vinsældalistanna í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og víðar. Mezmerize var því önnur plata hljómsveitarinnar sem komst í efsta sætið. Smáskífan B.Y.O.B, sem hlaut Grammy-verðlaun, komst á Billboard Modern Rock og Mainstream Rock vinsældalistana en hún fjallar um stríð og er andmæli við stríðinu í Írak. Eftir að Mezmerize kom út fóru fjórmenningarnir í tónleikaferðalag um Bandaríkin og Kanada með The Mars Volta og Bad Acid Trip sem stuðningshljómsveitir. Fyrsta smáskífan af Hypnotize, samnefnd, kom út í nóvember 2005. Líkt og Mezmerize komst hún í 1. sæti bandaríska listans, sem gerði System of a Down þriðju hljómsveitina til að koma tveimur hljóðversplötum í toppsæti þess lista á sama ári - komust þeir þá í hóp Bítlanna og DMX. Í febrúar 2006 hlaut hljómsveitin svo Grammy-verðlaun fyrir „bestu þungarokksframkomuna“ fyrir B.Y.O.B og skildu þannig þekkta tónlistamenn á borð við Nine Inch Nails og Robert Plant eftir með sárt enni. Önnur smáskífan af Hypnotize var Lonely Day sem kom út í Bandaríkjunum í mars 2006. Hljómsveitin var jafnframt eitt stærsta númerið á Ozzfest og spiluðu á þeim stöðum þar sem Ozzy Osbourne kom ekki fram.

Hlé og framtíð hljómsveitarinnar breyta

Í maí 2006 tilkynnti hljómsveitin að hún hygðist fara í hlé. Malakian staðfesti þetta við MTV og sagði að pásan myndi trúlega verða einhver ár, en tók það fram að System of a Down væri ekki hætt að fullu. Hann sagðist jafnframt þurfa pásu til að „geta lifað lífinu enn frekar“. Malakian hélt áfram að spila með hljómsveit sinni Scars on Broadway . Tankian hóf sólóferil en Dolmayan opnaði teiknimyndasölu á Netinu.

Hljómsveitin kom aftur saman árið 2011 og hefur farið í nokkur tónleikaferðalög síðan þá. Árið 2020 gaf hljómsveitin út 2 ný lög til að vekja athygli á brotum á armenska þjóðarbrotinu í Artsak-lýðveldinu.

Tónlistin breyta

Tónlistarstefna breyta

Tónlist System of a Down fellur undir rokktónlist en það hefur verið deilt um í hvaða undirflokk tónlistin fellur. Margir telja hana „nü metal“ vegna þess að hljómsveitin gaf út fyrstu plötuna þegar nü metal var hvað vinsælast – en System of a Down var farin að semja tónlist löngu fyrr. Einnig hafa þeir verið orðaðir við „thrash metal“ sem er mun hraðara. Fjórmenningar hafa einnig verið bendlaðir við svokallað „progressive rock“ (ísl: framúrstefnurokk) en við því sagði Malakian „að fólk ætti eftir að bendla þá við þá tónlistarstefnu sem væri í tísku hverju sinni“. Það er því erfitt að setja tónlist System of a Down í einhvern sérstakan flokk, en tónlistin einkennist helst af hröðum hljóðfæraleik og taktbreytingum. Síbreytileg rödd Tankian er einnig einkennandi og hvernig raddir hans og Malakians mynda andstæður hvor við aðra.

Áhrif breyta

Helstu áhrifavaldar System of a Down koma af sviði rokktónlistar, þungarokks, djass, úr armenskri tónlistarhefð sem og líbanskri tónlist. Hljómsveitin hefur nafngreint Bítlana og KISS sem áhrifavalda.

Hljóðfæri sem hljómsveitin notar eru ekki öll hin hefðbundnum þungarokkshljóðfæri heldur nota þeir t.d. sítar og mandólín.

Meðlimir breyta

Núverandi breyta

  • Serj Tankian - söngur, hljómborð
  • Daron Malakian - gítar, söngur
  • Shavo Odadjian - bassagítar, söngur
  • John Dolmayan - trommur (frá 1997)

Fyrrum breyta

  • Andy Khachaturian - trommur (1995-1997)

Auka breyta

Útgefið efni breyta