Hrefna Ingimarsdóttir

Hrefna Ingimarsdóttir (f. 30. ágúst 1931 í Hnífsdal – dáin í Kópavogi 26. september 2005) var íslenskur körfuknattleiksþjálfari. Hún var fyrsti þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur[1] og gerði félagið þrívegis í röð að Íslandsmeisturum, árin 1956 til 1958.[2][3]

Hrefna Ingimarsdóttir
Upplýsingar
Fæðingardagur 30. ágúst 1931(1931-08-30)
Fæðingarstaður    Hnífsdalur, Ísland
Dánardagur    26. september 2005 (74 ára)
Dánarstaður    Kópavogur, Ísland
Þjálfaraferill
1950-1959 ÍR


Hrefna lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar og síðan frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni[4] þar sem hún lærði körfuknattleik hjá Sigríði Valgeirsdóttur.[3]

Hrefna var gift Inga Þór Stefánssyni, fyrrum körfuknattleiksmanni og formanni körfuknattleiksdeildar ÍR sem lést árið 1966, 35 ára að aldri.[2]

Titlar breyta

Heimildir breyta

  1. „Stutt ágrip af sögu ÍR“. Tíminn. 5. október 2005. Sótt 19. janúar 2019.
  2. 2,0 2,1 Skapti Hallgrímsson (2001). Leikni framar líkamsburðum. Körfuknattleikssamband Íslands. bls. 56. ISBN 9979-60-630-4.
  3. 3,0 3,1 Ágúst Ásgeirsson (11. mars 2007). Heil öld til heilla - Saga ÍR í 100 ár (PDF). Íþróttafélag Reykjavíkur. bls. 562, 589-590. Sótt 19. janúar 2019.
  4. „Hrefna Ingimarsdóttir“. Morgunblaðið. 5. október 2005. Sótt 19. janúar 2019.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.