Emilíana Torrini

Íslensk söngkona

Emilíana Torrini (fædd 16. maí 1977) er íslensk söngkona best þekkt fyrir hljómdisk sinn Love in the Time of Science og fyrir flutning sinn á laginu „Gollum's song“ í kvikmyndinni Hringadróttinssögu.

Emilíana Torrini á Glastonbury-tónlistarhátíðinni árið 2005.

Fjölskylda og æska breyta

Faðir Emilíönu er ítalskur en móðir hennar er íslensk. Emilíana ólst upp í Kópavogi og byrjaði sjö ára að syngja í kór. Árið 1994 sigraði hún í Söngkeppni framhaldsskólanna með því að flytja lagið „I Will Survive“.

Tónlistin breyta

Á árunum 1994 til 1996 gaf Emilíana þrjár plötur á Íslandi en varð fræg þegar hún gaf út plötuna Love in the Time of Science árið 1999 og einnig þegar hún söng lagið „Gollum's song“. Árið 2005 kom út platan Fisherman's Woman með lögunum „Sunny road“ og „Heartstopper“. Emilíana hlaut þrenn verðlaun á íslensku tónlistarverðlaunahátíðinni árið 2006.

Samstarf breyta

Emíliana hefur unnið með mörgum þekktum tónlistamönnum svo sem Kylie Minogue, Moby, Sting, Dido, Travis, Tricky og Adem.

Plötur breyta

Smáskífur breyta

  • 1999 - Unemployed in Summertime
  • 1999 - Dead Things
  • 1999 - To Be Free
  • 1999 - Baby Blue
  • 2000 - Easy
  • 2004 - Livesaver
  • 2005 - Sunny Road
  • 2005 - Heartstopper
  • 2008 - Me and Armini
  • 2009 - Jungle Drum
  • 2013 - Speed of Dark

Samstarf breyta

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.