Zyklon B
(Endurbeint frá Zyclon B)
Zyklon B var vöruheiti á skordýraeitri sem innihélt blásýru (HCN). Þekktast er Zyklon B fyrir að hafa verið notað í gasklefum í útrýmingarbúðum nasista í Póllandi og víðar. Framleiðendur eitursins voru efnafyrirtækin Dessauer Werken für Zucker-Raffinerie í Dessau í Þýskalandi og Kaliwerke í Kolin í Tékklandi. Zyklon B var notað í stórum stíl til að aflúsa fatnað og annað í fangabúðum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni en líka í gasklefum í búðunum til að taka fólk af lífi.