Yam eða mjölrót er algengt heiti nokkurra tegunda klifurjurta af ættkvíslinni  Dioscorea og ættinni Dioscoreaceae sem mynda æt rótarhnýði. Mjölrætur eru fjölærar jurtkenndar klifurjurtir sem eru ræktaðar í tempraða beltinu og hitabeltinu aðallega í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Jurtirnar eru ræktaðar vegna þess að þær mynda mjölvarík rótarhnýði. Þessi rótarhnýði eru af ýmsum gerðum og afbrigðum. Orðið yam er notað bæði um jurtirnar og rótarhnýðið.

Hvítt yam á markaði í Bretlandi 2004
Götusalar selja yams í þorpi nálægt Comoé þjóðgarðinum á Fílabeinsströndinni.

Í Norður-Ameríku er orðið yam notað yfir sætar kartöflur eða sætuhnúða (Ipomoea batatas) það eru jurtir af allt öðrum uppruna.

Heimildir

breyta