Sýprus

(Endurbeint frá Xanthocyparis)

Ættkvíslin Cupressus[1][2] er ein af nokkrum ættkvíslum í ættinni Cupressaceae sem eru almennt kallaðar cypress á erlendum málum.. Almenna heitið kemur úr gamalli frönsku: cipres og þaðan aftur úr latínu cyparissus, sem er latneskun á gríska κυπάρισσος (kypárissos).[3] Nafnið tengist sögninni um Kyparissos, einum elskhuga Apollons sem drap uppáhaldshjört Appolons og var breytt í sýprus. Því var trúað í forn-grikklandi að sýprustré væru helguð gyðunni Artemis.

Sýprus
Cupressus sempervirens
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Cupressus
L.
Tegundir

Sjá texta


NytjarBreyta

Margar tegundir eru ræktaðar sem prýðistré í almenningsgörðum, og í Asíu kring um hof; á sumum svæðum er erfitt að meta náttúrulega útbreiðslu vegna víðtækrar ræktunar. Nokkrar tegundir eru ræktaðar vegna timbursins, sem getur verið mjög endingargott.

TegundirBreyta

Fjöldi tegunda sem er viðurkenndur er mjög breytilegur, frá 16 til 25 eða meira eftir því hvaða heimildum er farið eftir, vegna þess að flestir stofnarnir eru smáir og einangraðir, og hvort þeir eigi að fá að vera tegund eða undirtegund eða afbrigði er erfitt að fastslá. Núverandi skoðun er sú að viðurkenndar tegundir eigi að vera færri heldur en fleiri; þegar þrengri greining á tegundum er notuð, eru afbrigðin hér á listanum sjálfstæðar tegundir. Sjá einnig nýjaheims tegundir (að neðan) um líklega breytingu á stöðu ættkvíslarinnar í framtíðinni.

Gamla heims tegundirBreyta

Gamla heims sýprus eru frekar með fleiri köngulskeljar (8–14 köngulskeljar, sjaldan 6 hjá C. funebris), hver köngulskel með stuttan breiðan bakka, ekki tein. C. sempervirens er einkennistegund ættkvíslarinnar Cupressus.

Nýja heims tegundirBreyta

 
Cupressus lusitanica barr og könglar

Nýjaheims sýprusar eiga frekar til að vera með köngla með færri köngulskeljum (4-8 köngulskeljar, sjaldan meira en C. macrocarpa), hver köngulskel með oft greinilegan mjóan tein. Nýlegar erfðarannsóknir[4] sýnir að þær eru minna skyldar gamla heims sýprusum en áður var haldið, eru skyldari Xanthocyparis og Juniperus heldur en afgangnum af Cupressus. Þessar tegundir hafa nýlega[5] verið fluttar í Callitropsis.

OfnæmisvaldurBreyta

Allar tegundir í ættkvíslinni Cupressus, ásamt nýja-heims Cupressus (nú Callitropsis), eru mjög ofnæmisvaldandi, og eru með einkunnina 10 á OPALSofnæmiskvarðanum. Í hlýju Miðjarðarhafs loftslagi losa þessar tegundir mikið magn af frjókornum í um sjö mánuði á hverju ári.[6]

TilvísanirBreyta

  1. Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4.
  2. Gadek, P. A., Alpers, D. L., Heslewood, M. M., & Quinn, C. J. (2000). Relationships within Cupressaceae sensu lato: a combined morphological and molecular approach. American Journal of Botany 87: 1044–1057)
  3. κυπάρισσος, Henry George Liddell, Robert Scott, A Greek-English Lexicon, on Perseus Digital Library
  4. Little, D. P., Schwarzbach, A. E., Adams, R. P. & Hsieh, Chang-Fu. 2004. The circumscription and phylogenetic relationships of Callitropsis and the newly described genus Xanthocyparis (Cupressaceae). American Journal of Botany 91 (11): 1872–1881. Abstract
  5. Little, D. P. (2006). Evolution and circumscription of the true Cypresses. Syst. Bot. 31 (3): 461-480.
  6. Ogren, Thomas (2015). The Allergy-Fighting Garden. Berkeley, CA: Ten Speed Press. bls. 95. ISBN 9781607744917.
  • Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4.
  • Gadek, P. A., Alpers, D. L., Heslewood, M. M., & Quinn, C. J. (2000). Relationships within Cupressaceae sensu lato: a combined morphological and molecular approach. American Journal of Botany 87: 1044–1057. Available online.
  • Platt, Karen "Gold Fever" describes golden or yellow-leaved cultivars of Cupressus http://www.karenplatt.co.uk


 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.