Wikimál

(Endurbeint frá Wikitexti)

Wikimál er einfalt ívafsmál sem notað er á wikivefjum, til dæmis á Wikipediu, og er ætlað til þess að vera einfaldara í notkun en HTML. Wikihugbúnaðurinn umbreytir svo texta sem skrifaður er með wikimáli yfir í HTML til birtingar á vefnum.

Wikimál er ekki eitt staðlað mál heldur fer það eftir gerð wikihugbúnaðar sem notast er við á tilteknum vef hvernig textinn er merktur. Öll wikimál sjá fyrir einfaldri leið til þess að búa til tengla á milli síða á sama vef. Sumir wikivefir, sér í lagi þeir elstu, hafa notað CamelCase til þess að tengja á milli síða en í MediaWiki-hugbúnaðinum var byrjað að notast við hornklofa [[…]]. Venjulega er hægt að notast við HTML að einhverju leyti í bland við wikimál á wikivefjum en það er misjafnt hvaða HTML merkingar eru leyfðar.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.