Wikipedia:Velkomnir nýherjar

Wikipedia er alfræðiorðabók sem skrifuð er sameiginlega af lesendum sínum. Síðan er svokölluð Wiki sem þýðir það að hver sem er, þar á meðal þú, getur breytt hvaða grein sem er með því einu að smella á breyta möguleikann sem er fyrir ofan allar greinar á Wikipedia.

Skoðaðu WikipediuBreyta

Wikipedia er ætlað að ná yfir öll svið mannlegs fróðleiks. Efnisyfirlit er að finna á forsíðunni en einnig má nálgast upplýsingar með hjálp leitarinnar. Leitina er ávallt hægt að finna vinstra megin á síðunni.

Ef þú rekst svo á eitthvað virkilega skemmtilegt á flakki þínu um Wikipediu þá er ekki vitlaust að skilja eftir skilaboð á spjallsíðunni sem fylgir viðkomandi grein, það er gert einfaldlega með því að smella á spjall möguleikann sem birtist einnig fyrir ofan allar greinarnar Wikipediu. Þegar þú kemur á spjallsíðuna getur þú svo annaðhvort valið breyta eða notað + merkið sem er hægra megin við það og er einföld leið til þess að bæta við athugasemdum. Allir hafa gaman af því að fá jákvæð viðbrögð.

Breyttu WikipediuBreyta

Það geta allir breytt innihaldi Wikipediu, jafnvel þessari síðu sem þú ert að lesa núna! Það eina sem þarf er að smella á breyta sem er að finna á öllum síðum (nema vernduðum) og þér eru allir vegir færir. Þú þarft engin sérstök leyfi til þess, þú þarft ekki einu sinni að vera skráð/ur inn. Ef þú vilt prófa þig áfram til þess að læra á umhverfið þá er alveg tilvalið að nota sandkassann til að gera tilraunir. Handbókin er einnig nauðsynlegur lestur fyrir alla byrjendur á Wikipediu.

Það getur vissulega verið erfitt að ákveða hvar skal byrja á breytingunum. Þá er sniðugt að skoða innihald Wikipediu eins og hvert annað alfræðirit en hafa augun opin fyrir stafsetningar- og málfarsvillum, illa orðuðum setningum og staðreyndavillum. Þegar eitthvað slíkt finnst þá skaltu ekki hika við það að smella á breyta og laga svo villuna. Ef þú sérð einhverja leið til þess að bæta greinina sem þú ert að lesa á einhvern hátt þá skaltu ekki hugsa þig tvisvar um heldur gera það sem gera þarf. Það er óþarfi að óttast það að þú gerir mistök, í slíkum tilfellum getur þú eða hver sem er tekið mistökin aftur á jafn auðveldan hátt og þau urðu til. Þegar þú svo treystir þér til, getur þú búið til nýja grein eða bætt við efni eldri greina.

Á Wikipediu fylgjum við örfáum einföldum reglum sem allir ættu að kynna sér. Sú mikilvægasta er hlutleysisreglan sem kveður á um það að greinar á Wikipediu eigi að líta á viðfangsefni frá hlutlausu sjónarhorni og reyna að gera öllum sjónarmiðum skil á sanngjarnan og umburðarlyndan hátt. Einnig er það mjög æskilegt að þú gerir grein fyrir öllum þínum breytingum með því að rita litla lýsingu á því hvað þú ert að gera í litla gluggann sem er merktur Breytingar: og er beint undir aðal textaglugganum þegar verið er að breyta síðu. Ef breytingar þínar eru fjarlægðar eða þeim breytt af öðrum notendum getur þú reynt að leita skýringa í breytingasögu greinarinnar eða á spjallsíðu hennar eða á þinni persónulegu spjallsíðu þar sem aðrir notendur hafa möguleika á að skilja eftir skilaboð til þín. Öll framlög til Wikipediu falla undir Frjálsa GNU handbókarleyfið sem tryggir það að innihald alfræðisafnsins verði ávallt frjálst.

Vertu meðBreyta

Eins og fyrr segir þá geta allir breytt innihaldi Wikipediu en það hefur þó nokkra kosti að búa til notanda ef þú hyggst stunda Wikipedia reglulegu í framtíðinni.