Westfalenstadion eða opinberlega Signal Iduna Park er knattspyrnuvöllur í Dortmund, Norður-Rín-Vestfalíu, Þýskalandi. Völlurinn er heimavöllur Borussia Dortmund og tekur rúmlega 81.000. Hann er rómaður fyrir mikla stemningu áhorfenda, er þriðji stærsti leikvangur Evrópu á eftir Camp Nou og Santiago Bernabéu og er með mestan áhorfendafjölda að meðaltali.

Westfalenstadion

Fullt nafnSignal Iduna Park
Staðsetning Dortmund, Þýskaland
Byggður1971-1974
Opnaður 1974
Endurnýjaður1992, 1995–99, 2002–03, 2006
Eigandi Borussia Dortmund GmbH & Co. KGa
Notendur
Borussia Dortmund (1974-nú)
Hámarksfjöldi
Sæti81.365
Stærð
105 * 68 m
Westfalenstadion.