Wallace Langham
Wallace Langham (fæddur 11. mars 1965) í Fort Worth í Texas er bandarískur leikari sem hefur komið fram í mörgum sjónvarpsþáttum sem gestaleikari. Þekktasta hlutverk hans er sem David Hodges í CSI: Crime Scene Investigation.
Wallace Langham | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Wallace Langham 11. mars 1965 |
Ár virkur | 1985 - |
Helstu hlutverk | |
David Hodges í CSI: Crime Scene Investigation Phil í The Larry Sanders Show |
Einkalíf
breytaFæddur í Fort Worth í Texas, fluttist síðan til Los Angeles ásamt móður sinni þegar hann var níu ára. Á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni en er núna giftur Karey Richards.
Hann er hluti af risaeðlusýningunni í Disney's Animal Kingdom í Orlando í Flórída. Segir hann að ástæðan fyrir því að hann sé hlut af sýningunni, er að geta farið aftur í tímann og að rödd hans heyrist gegnum alla sýninguna.
Í mars 2000 játaði Langham að hafa barið samkynhneigðan fréttaritara slúðublaðs (sem er talinn hafa gert ásakanir gagnvart kærustu Langhams varðandi húðflúr hennar). Fréttaritarinn segir að Langham hafi kallað niðrandi orðum gagnvart samkynhneigðum á meðan hann var að berja hann. Var hann skipaður í þriggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að skila af sér 450 tímum af samfélagsþjónustu fyrir samkynhneigð samtök. [1] [2] [3]
Ferill
breytaLangham fékk fyrsta tækifæri sitt í mynd John Hughes Weird Science og The Invisible Kid og ABC Afterschool Special þættinum „Just a Regular Kid: An AIDS Story“ en síðan skipti yfir í hlutverk hins unga ofsækismann í Soul Man og sem klíkuleiðtogi í The Chocolate War. Kom hann einnig fram í Daddy Day Care og Little Miss Sunshine.
Lék hann í WIOU, en aðaltækifæri hans kom þegar hann var valinn til þess að leika Phil, hinn kaldhæðnis starfsritara fyrir sjónvarpskynninn Garry Shandling í The Larry Sanders Show. Langham lék síðan í Veronica's Closet og What About Joan?.
Hefur hann verið gestaleikari í Murphy Brown, NewsRadio, ER, Murder, She Wrote, Sex and the City, 21 Jump Street, Medium, The Twilight Zone, The Outer Limits, Star Trek: Voyager, Curb Your Enthusiasm og Grace Under Fire.
Talaði fyrir Andy French í teiknimyndasögunni Mission Hill og sem Care-Bots í Buzz Lightyear of Star Command, Clayface í The Batman og sjávarmeistarann í Batman: The Brave and the Bold.
Hann leikur David Hodges í CSI: Crime Scene Investigation. Í áttundu þáttaröð var hann gerður einn af aðalleikurunum.
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1985 | Weird Science | Art | sem Wally Ward |
1985 | Children of the Night | Kevin | Sjónvarpsmynd sem Wally Ward |
1986 | Thunder Run | Paul | sem Wally Ward |
1986 | Soul Man | Barky Brewer | sem Wally Ward |
1986 | Combat High | Percival ´Perry´ Barnett | Sjónvarpsmynd sem Wally Ward |
1988 | The Invisible Kid | Milton McClane | sem Wally Ward |
1988 | The Chocolate War | Archie | sem Wally Ward |
1989 | A Deadly Silence | Jimmy Pierson, Jr. | Sjónvarpsmynd sem Wally Ward |
1989 | Under the Boardwalk | Backwash | sem Wally Ward |
1989 | Martians Go Home | Voyeur Martian | sem Wally Ward |
1990 | Vital Signs | Gant | |
1994 | Life with Louie: A Christmas Surprise for Mrs. Stillman | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd Talaði inn á |
1996 | God´s Lonely Man | Rick | |
1996 | Michael | Bruce Craddock | |
2000 | Daydream Believers: The Monkees´ Story | Don Kirshner | Sjónvarpsmynd |
2001 | On Edge | Jimmy Hand | |
2001 | Sister Mary Explains It All | Aloysius Benheim | Sjónvarpsmynd |
2003 | Rubbing Charlie | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2003 | Daddy Day Care | Jim Fields | |
2003 | Behind the Camera: The Unauthorized Story of ´Three´s Company´ | Jay | Sjónvarpsmynd |
2004 | Hot Night in the City | Jack | |
2004 | Behind the Camer: The Unauthorized Story of ´Charlie´s Angels´ | Jay Bernstein | Sjónvarpsmynd |
2006 | Little Miss Sunshine | Kirby | |
2006 | I Want Someone to Eat Cheese With | Claude Clochet | |
2008 | The Great Buck Howard | Bruce Dawson | |
2008 | Growing Op | Dan Green | |
2009 | Triumph of Spärhusen | Björn Epstein | Stuttmynd |
2010 | The Bannen Way | Öryggistæknimaður | |
2010 | The Social Network | Peter Thiel | |
2010 | Rain from Stars | Andy | |
2011 | Holding God | Gus | Frumvinnsla |
2011 | Defining Moments | Nero | Frumvinnsla |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1985 | CBS Schoolbreak Specials | Babe | Þáttur: Ace Hits the Big Time |
1986 | Fast Times | Mark Ratner | Þáttur: The Last Laugh sem Wally Ward |
1987 | Our House | Christ Huston | 2 þættir sem Wally Ward |
1987 | The Twilight Zone | Nelson Baxley | Þáttur: Time and Teresa Golowitz sem Wally Ward |
1987 | ABC Afterschool Specials | Paul Hendler | Þáttur: Just a Regular Kid: An AIDS Story |
1989 | Matlock | Dennis Austin | Þáttur: The Cult sem Wally Ward |
1990 | 21 Jump Street | Poole | Þáttur: Research and Destroy |
1990 | Murphy Brown | Michael | Þáttur: The Murphy Brown School of Broadcasting |
1990-1991 | WIOU | Willis Teitlebaum | 14 þættir |
1992 | Life Goes On | John Hemmingway | Þáttur: The Fairy Tale |
1993 | Murder, She Wrote | Todd Merlin | Þáttur: Dead to Rights |
1994 | Dave´s World | ónefnt hlutverk | Þáttur: Family Membership |
1995-1996 | NewsRadio | Jeff Stewart |
Þáttur: Pilot (1995) Þáttur: Physical Graffiti (1996) |
1996 | ER | Dr. Melvoin | Þáttur: Doctor Carter, I Presume |
1997 | Grace Under Fire | Eric Spencer | Þáttur: Grace´s New Job |
1997 | F/X: The Series | Levi | Þáttur: Shooting Mickey |
1992-1998 | The Larry Sanders Show | Phil | 75 þættir |
1998 | Star Trek: Voyager | Flotter T. Water III | Þáttur: Once Upon a Time |
2000 | Happily Ever After: Fairy Tales for Every Child | Prinsinn Bobby / Fiskur | Þáttur: The Frog Princess |
2000 | The Outer Limits | Ezekiel | Þáttur: Final Appeal |
1997-2000 | Veronica´s Closet | Josh Blair | 64 þættir |
2000 | Buzz Lightyear of Star Command | Care-bots Smoltz |
Þáttur: Speed Trap (2000) Þáttur: Return of Karn (2000) Talaði inn á |
2001 | What About Joan | Mark Ludlow | Þáttur: The Proposal |
2001 | Inside Schwartz | A.J. | Þáttur: Comic Relief Pitcher |
1999-2002 | Mission Hill | Andy French | 13 þættir Talaði inn á |
2002 | The Twilight Zone | Charlie Stickney | Þáttur: Mr. Motivation |
2003 | Sex and the City | Willie | Þáttur: To Market, to Market |
2003 | Las Vegas | Julian Kerbis | Þáttur: Donny, We Hardly Knew Ye |
2003 | Miss Match | Lucas | Þáttur: Kate in Ex-tasy |
2003 | Good Morning, Miami | Ken | Þáttur: With Friends Like These, Who Needs Emmy´s |
2004 | The West Wing | Terry Anders | Þáttur: The Hubbert Peak |
2005 | Medium | Alan | 2 þættir |
2005 | Curb Your Enthusiasm | Maður inn á baðherbergi | Þáttur: The End |
2006 | The Batman | Basil Karlo | Þáttur: Clayfaces Talaði inn á |
2008 | Batman: The Brave and the Bold | Sjávarmeistari | Þáttur: Evil Under the Seal |
2008 | Ben 10: Alien Force | DNAlien nr. 2 | Þáttur: Inside Man |
2009 | Easy to Assemble | Bjorn Eppstein | 4 þættir |
2003- til dags | CSI: Crime Scene Investigation | David Hodges | 148 þættir |
2009 | Monk | Steve Dewitt | Þáttur: Mr. Monk and the Dog |
2009 | Glenn Martin DDS | Dr. Gary Ross | Þáttur: Mom Dated That Guy |
Tilvísanir
breyta- ↑ Gay, Lesbian Center Gets $10,000 as Part of Sentence
- ↑ „Langham's 'Closet' Bursts“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. febrúar 2009. Sótt 17. október 2009.
- ↑ „Monitor“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2008. Sótt 17. október 2009.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Wallace Langham“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2009.
- http://www.cbs.com/primetime/csi/bio/wallace_langham/bio.php Geymt 31 janúar 2010 í Wayback Machine