Wikipedia:Grein mánaðarins

(Endurbeint frá WP:GM)
Greinar mánaðarins: 20052006200720082009201020112012201320142015201620172018201920202021

Flýtileið:
WP:GM

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.

Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:

Guðrún Á Símonar lit-s-02.jpg

Guðrún Ágústa Símonardóttir þekkt sem Guðrún Á. Símonar, var ein þekktasta sópransöngkona Íslands.

Foreldrar Guðrúnar voru Símon Johnsen Þórðarson (1888 – 1934) lögfræðingur, jafnan nefndur „Símon á Hól“ og Steinþóra Ágústa Pálsdóttir (1895 – 1978), kölluð Ágústa. Þau voru bæði gædd tónlistargáfu og söng Ágústa oft á samkomum í Reykjavík og Símon var dáður tenórsöngvari sem tók mikinn þátt í sönglífi bæjarins. Guðrún átti því ekki langt að sækja hæfileikana og eftir hálskirtlatöku á fimmtánda árinu komu sönghæfileikarnir í ljós.

Vorið 1955 stóðu Tónlistarfélagið og Félag íslenskra einsöngvara fyrir uppsetningu á La Bohéme í Þjóðleikhúsinu. Guðrún söng hlutverk berklaveiku stúlkunnar Mimi á tólf sýningum. Óperan vakti mikla hrifningu, fékk afbragðsdóma og var sýningin talin sögulegur viðburður sem hleypti tónlistarunnendum kapp í kinn. Næst söng Guðrún í óperunni Ráðskonuríki eftir Pergolesi sem Ríkisútvarpið stóð að. Síðan var haldið í söngför um Norðurlönd sem tókst vonum framar.

Þrátt fyrir afbragðs dóma og vinsældir erlendis, lét frægðin á sér standa og eftir misheppnað hjónaband flutti Guðrún heim ásamt einkasyninum Ludvig Kára. Hér var í nógu að snúast. Guðrún hélt söngskemmtanir víða um land, kenndi söng og skrifaði um tónlist í dagblöð.

Tilnefningar fyrir greinar mánaðarinsBreyta

Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/11, 2021. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.