Virgil van Dijk (fæddur 8. júlí, 1991 í Breda, Hollandi) er hollenskur knattspyrnumaður sem spilar sem miðvörður með Liverpool FC og hollenska landsliðinu. Van Dijk hóf ferilinn með Willem II og FC Groningen í heimalandinu, flutti sig til Skotlands árið 2013 og spilaði með Glasgow Celtic. Árið 2014 skoraði van Dijk tvívegis gegn KR í forkeppni UEFA meistaradeildarinnar. Árið 2015 hélt hann til Southampton FC og í lok árs 2017 til Liverpool. Hann skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Everton í FA-bikarnum 6. janúar, 2018. Van Dijk spilaði alla leiki í Premier League fyrir Liverpool 2 leiktíðir í röð, 2018-2019 & 2019-2020 og átti stóran þátt í bikurum liðsins í Meistaradeild Evrópu 2019 og Englandsmeistaratitlinum 2020. Hann skoraði sigurmark liðsins í enska deildabikarnum 2024.

Van Dijk með landsliðinu.
Virgil van Dijk árið 2015 með Celtic.

Van Dijk varð fyrirliði Liverpool sumarið 2023 þegar hann tók við af Jordan Henderson sem var fyrirliði frá 2015.

Árið 2019 var hann í öðru sæti í Balon d'or eða Gullknettinum á eftir Lionel Messi.

Móðir Van Dijk er frá Súrínam en faðir hans hollenskur. Hann er 193 sentimetrar að hæð.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Virgil van Dijk“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. jan. 2018.