Vilmundur Þórólfsson
Vilmundur Þórólfsson (d. 1148) var fyrsti ábóti í Þingeyraklaustri, elsta reglulega munkaklaustri Íslands. Hann var sonur Þórólfs Sigmundarsonar bónda á Möðrufelli í Eyjafirði, og konu hans Steinunnar Þorsteinsdóttur, en faðir hennar var Þorsteinn ranglátur Einarsson, bóndi á Grund í Eyjafirði.
Vilmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Jóni Ögmundssyni biskupi og lærði í skóla þeim sem Jón setti upp á Hólum. Hann varð ábóti í Þingeyraklaustri þegar það var sett á stofn árið 1133 og gengdi því starfi til dauðadags. Hann byggði því upp klaustrið á fyrstu starfsárum þess og tókst að auðga það töluvert og efla. Hann var fræðimaður og var Þingeyraklaustur frá upphafi skipað fræðimönnum og bókamönnum.