Víkingaþing (ráðstefna)
Víkingaþing – Viking Congress – eru ráðstefnur eða þing um víkingaöldina og skyld efni, sem eru nú haldnar á fjögurra ára fresti.
Hugmyndin að Víkingaþingunum kviknaði meðal starfsmanna Háskólans í Aberdeen um 1946. Var ætlunin að þar gætu fremstu fræðimenn frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum komið saman til að fjalla um rannsóknir á víkingaöldinni. Fyrsta þingið var haldið í Leirvík á Hjaltlandi 1950, og var nafnið Viking Congress komið frá Eric Linklater í Orkneyjum. Fulltrúar Íslands á fyrsta þinginu voru Einar Ól. Sveinsson og Jón Helgason.
Víkingaþingin eru þverfaglegar ráðstefnur um víkingaöldina. Fjallað er um fornleifafræði, sagnfræði, textafræði, örnefnafræði, rúnafræði og aðrar greinar sem hafa þýðingu fyrir rannsóknir á þessu sviði. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Segja má að íslensk og norræn fræði séu áberandi þáttur Víkingaþinganna.
Löndin sem taka þátt í Víkingaþingunum eru: Danmörk, Færeyjar, Ísland, Grænland, Noregur, Svíþjóð, England, Skotland, Írland og Wales. Þingin geta því ekki talist alþjóðlegar ráðstefnur.
Ráðstefnurit hafa verið gefin út um öll víkingaþingin. Í þeim hefur oft aðeins verið birt úrval fyrirlestra frá viðkomandi þingi.
Víkingaþingin eru með vefsíðu, þar sem fá má nánari upplýsingar.
Listi yfir víkingaþingin
breyta- Viking Congress, — Fyrsta víkingaþingið, Leirvík, Hjaltlandi, 7. – 21. júlí 1950. —
- Viking Congress, — Annað víkingaþingið, Björgvin, Noregi, 6. – 17. september 1953. —
- Viking Congress, — Þriðja víkingaþingið, Reykjavík, Íslandi, 20. – 27. júlí 1956. —
- Viking Congress, — Fjórða víkingaþingið, Jórvík, Englandi, 12. – 26. ágúst 1961. —
- Viking Congress, — Fimmta víkingaþingið, Þórshöfn, Færeyjum, 18. – 28. júlí 1965. —
- Viking Congress, — Sjötta víkingaþingið, Uppsölum, Svíþjóð, 3. – 12. ágúst 1969. —
- Viking Congress, — Sjöunda víkingaþingið, Dyflinni, Írlandi, 15. – 21. ágúst 1973. —
- Viking Congress, — Áttunda víkingaþingið, Árósum, Danmörku, 24. – 31. ágúst 1977. —
- Viking Congress, — Níunda víkingaþingið, Mön, Írlandshafi, 4. – 14. júlí 1981. —
- Viking Congress, — Tíunda víkingaþingið, Larkollen, Noregi, 1985. —
- Viking Congress, — Ellefta víkingaþingið, Katanesi og Orkneyjum, 22. ágúst – 1. september 1989. —
- Viking Congress, — Tólfta víkingaþingið, Hässelby höll, Svíþjóð, 7. – 21. júlí 1993. —
- Viking Congress, — Þrettánda víkingaþingið, Nottingham og Jórvík, Englandi, 21. – 30. ágúst 1997. —
- Viking Congress, — Fjórtánda víkingaþingið, Færeyjum, 19. – 30. júlí 2001. —
- Viking Congress, — Fimmtánda víkingaþingið, Cork, Írlandi, 18. – 27. ágúst 2005. —
- Viking Congress, — Sextánda víkingaþingið, Reykjavík og Reykholti, 17. – 23. ágúst 2009. —
- Viking Congress, — Sautjánda víkingaþingið, Hjaltlandi, 3. – 10. ágúst 2013. —
- Viking Congress, — Átjánda víkingaþingið, Danmörku, 5. – 12. ágúst 2017. —
- Viking Congress, — Nítjánda víkingaþingið, Wales og Norðvestur-Englandi, 29. júlí – 1. ágúst 2022. —
Heimildir
breyta- Vefsíða víkingaþinganna.
Tenglar
breyta- Vefsíða víkingaþinganna Geymt 12 ágúst 2022 í Wayback Machine.