Vefaukandi sterar (líka kallaðir anabólískir sterar, stundum einfaldlega sterar í daglegu tali) eru sterar af gerð karlhormóna. Nafnið nær bæði yfir náttúruleg karlhormón (eins og testósterón) og gervi-karlhormón sem hafa uppbyggingu og virkni sem svipar til testósteróns. Efnin eru kölluð vefaukandi því þau hvetja til próteinmyndunar í frumum og valda því að vöðvar (beinagrindarvöðvar) stækka. Þar að auki hvetja þau þroska karllegra einkenna, eins og skeggvaxtar.

Vefaukandi sterar voru fyrst búnir til á 4. áratug síðustu aldar og eru í dag notaðir sem lyf til að hvetja áfram vöðvamyndun, matarlyst, kynþroska hjá strákum, og til að koma í veg fyrir visnun hjá sjúklingum með krabbamein og alnæmi.[1]

Það getur leitt til heilsufarsvandamála að séu vefaukandi sterar notaðir lengi eða í stórum skömmtum,[2][3] helstu vandamálin eru brenglun á magni kólesteróls, bólur, hár blóðþrýstingur, lifrarskemmdir, og hjartavandamál.[4] Þeir geta líka valdið brjóstamyndun og minnkun eistna. Í konum og börnum valda þeir myndun karllegra einkenna, sú breyting er óafturkræf.[5]

Notkun í íþróttum

breyta

Notkun vefaukandi stera er bönnuð í flestum íþróttum. Þrátt fyrir það eru sterar misnotaðir í íþróttum. Íþróttamenn uppgötvuðu fljótlega að hægt var að nota vefaukandi stera til a bæta árangur í íþróttum. Rússneskum kraftlyftingamönnum voru gefnir sterar á 6. áratug 20. aldar. Notkun stera breiddist svo út á meðal kraftlyftingamanna út um allan heim en á 9. áratug seinustu aldar breiddust þeir út á meðal almennings og í dag eru flestir þeir sem nota stera ekki afreksíþróttamenn.[6] Vefaukandi sterar eru einnig notaðir í öðrum íþróttum eins og fótbolta, hafnabolta og frjálsum íþróttum, án þess að það sé leyfilegt.[7]

Tenglar

breyta
  • „Hvernig verka vefaukandi sterar?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

breyta
  1. Powers M (2011). Houglum J, Harrelson GL (ritstjórar). Performance-Enhancing Drugs. bls. 345. ISBN 978-1-55642-901-9.
  2. Barrett-Connor EL (1995). „Testosterone and risk factors for cardiovascular disease in men“. Diabete Metab. 21 (3): 156–61. PMID 7556805.
  3. Yamamoto Y, Moore R, Hess HA, Guo GL, Gonzalez FJ, Korach KS, Maronpot RR, Negishi M (2006). „Estrogen receptor alpha mediates 17alpha-ethynylestradiol causing hepatotoxicity“. J Biol Chem. 281 (24): 16625–31. doi:10.1074/jbc.M602723200. PMID 16606610.
  4. De Piccoli B, Giada F, Benettin A, Sartori F, Piccolo E (1991). „Anabolic steroid use in body builders: an echocardiographic study of left ventricle morphology and function“. Int J Sports Med. 12 (4): 408–12. doi:10.1055/s-2007-1024703. PMID 1917226.
  5. Turillazzi E, Perilli G, Di Paolo M, Neri M, Riezzo I, Fineschi V (2011). „Side effects of AAS abuse: an overview“. Mini Rev Med Chem. 11 (5): 374–89. doi:10.2174/138955711795445925. PMID 21443513.
  6. Kanayama, Gen; Pope, Harrison G. (15. mars 2018). „History and epidemiology of anabolic androgens in athletes and non-athletes“. Molecular and Cellular Endocrinology. 464: 4–13. doi:10.1016/j.mce.2017.02.039. ISSN 1872-8057. PMID 28245998.
  7. „The Risks of Steroid Use - OrthoInfo - AAOS“. www.orthoinfo.org. Sótt 7. maí 2024.