Vyre

(Endurbeint frá VYRE)

Vyre var hugbúnaðarfyrirtæki í London sem framleiddi vefumsjónarkerfið Vyre Unify.[1] Vyre var afsprengi íslenska fyrirtækisins Salt kerfis sem tók þátt í punktur-com sprengjunni og stofnaði útibú í New York og London og breytti þá nafni sínu í Vyre. Fyrir árið 2003 var fyrirtækið keypt af breskum fjárfestum sem fjármögnuðu þróun á Vyre Unify 4.0. Á skrifstofum fyrirtækisins í London störfuðu 20 manns, þar af 5 Íslendingar. TM Software var í þróunarsamstarfi við Vyre og hafði umboð fyrir vöruna á Íslandi.[2]

HeimildirBreyta

  1. Ný útgáfa af Vyre-kerfinu. Morgunblaðið, 233. tölublað (05.10.2002), Blaðsíða 23
  2. Þróa veflausn fyrir breska ferðaskrifstofu. Morgunblaðið, 320. tölublað (30.11.2009), Blaðsíða 11