Vélmennadans

Vélmennadans er sjötta ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar. Hún kom út þann 30. október 2017. Bókin er fyrsta bók Gísla Þórs með nýjum ljóðum síðan ljóðabókin Sæunnarkveðja - sjóljóð kom út árið 2010.

Vélmennadans, bókakápa

Vélmennið reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar, trúir á tilfinningar í smáforritum og drekkur olíu í stað áfengis. Upp vaknar spurningin: Er ég ekki manneskja, er ég kannski app?

Mynd á kápu teiknaði Auður Eyleif Einarsdóttir, en hún teiknaði einnig myndina sem prýðir umslag plötunnar Ýlfur (2014).

Ljóðið „Að móta” má finna í bókinni, en það var birt í Tímariti Máls og menningar, 79. árgangi, 1. hefti, febrúar 2018.

Ljóð úr bókinni birtust einnig í tímaritinu Stínu, 12. árgangi, 2. hefti, nóvember 2017 og 13. árgangi, 2. hefti, nóvember 2018.


  Þessi Íslandsgrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.