Vélmennadans
Vélmennadans er sjötta ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar. Hún kom út þann 30. október 2017. Bókin er fyrsta bók Gísla Þórs með nýjum ljóðum síðan ljóðabókin Sæunnarkveðja - sjóljóð kom út árið 2010.
Vélmennið reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar, trúir á tilfinningar í smáforritum og drekkur olíu í stað áfengis. Upp vaknar spurningin: Er ég ekki manneskja, er ég kannski app?
Mynd á kápu teiknaði Auður Eyleif Einarsdóttir, en hún teiknaði einnig myndina sem prýðir umslag plötunnar Ýlfur (2014).
Ljóðið „Að móta” má finna í bókinni, en það var birt í Tímariti Máls og menningar, 79. árgangi, 1. hefti, febrúar 2018.
Ljóð úr bókinni birtust einnig í tímaritinu Stínu, 12. árgangi, 2. hefti, nóvember 2017 og 13. árgangi, 2. hefti, nóvember 2018.
