Netslóð

(Endurbeint frá Url)

Netslóð er dæmi um staðlað gagnaauðkenni (e. URI). Veffang er í almennu tali netslóð sem vísar á vefsíðu en netslóðir geta vísað á margt fleira en vefsíður, t.d. skjalamöppur á FTP-þjóni og margmiðlunarefni sem veitt er um MMS-þjón.


Dæmi um hvernig slóð er brotin niður:

   ftp://notandi:lykilorð@tildaem.is:992/farartaeki/bifreid?tegund=4dyra#framhluti
   \___/  \_____________/ \________/ \_/\_________________/\___________/\________/
     |            |            |        |          |             |          |
samskiptamáti innskráning    hýsill   port        slóð         beiðni  tengill/brot

Flestir nota þó aðeins lítinn hluta af svona slóð við að heimsækja vefsíður á netinu, t.d. bara samskiptamáta- og hýsils-hlutana (e. host).

Dæmi um innslátt í vafra:

http://tildaem.is

Bygging

breyta

Bygging netslóða segir til um hvernig slóðir eiga að vera byggðar upp og hvað gera eigi við þær.

Innskráning

breyta

Innskráning (e. login) er ekki mikið notuð á þann hátt sem hér birtist þar sem flestir vilja ekki að lykilorðið birtist í netslóðinni.

Hýsill

breyta

Hýsill (e. host) getur verið auðkenndur með IP-fangi (e. IP-Address) eða hýsilsnafni (e. host name). Hýsilsnafnið er venjulega DNS lén sem skiptist í tvo hluta; rótarlén (til dæmis .is) og Í dæminu að ofan er lénið "tildaem" og rótarlénið "is". Sérstakar skrifstofur sjá um úthlutun léna og stjórnar oft ein skrifstofa einu rótarléni. Á Íslandi er það ISNIC sem stjórnar úthlutun léna innan .is rótarlénsins. Rótarlénum er svo úthlutað af IANA (Internet Assigned Numbers Authority).

Port-hlutinn segir til um á hvaða porti skuli reyna að tengjast. HTTP-staðallinn notar port 80 og er það því sjálfgefna gildið í flestum vöfrum sleppi notandi að slá port-númer inn.

Slóð

breyta

Slóðin segir til um hvaða gögn miðlarinn (hýsillinn) á að senda til biðlarans (notandans).

Beiðni

breyta

Beiðnar-hlutinn segir til um skilyrði sem gögnin skulu uppfylla.

Sé slóðar- og fyrirspurnar-hlutunum sleppt er náð í sjálfgefna síðu, sem skilgreind er af hýsli.

Brot/tengill

breyta

Tengill/brot segir til um hvar á síðunni eigi að byrja að birta gögnin.

Hér er algengri byggingu staðlaðra gagnaauðkenna (e. URI) lýst í EBNF fyrir þá sem finnst lýsingin hér á undan óljós eða of löng, en Netslóðir eru stöðluð gagnaauðkenni.

netslóð = bygging ":" ( [ "//" [ hýsill ] "/" ] | [ hýsill ] ) [ slóð ] [ "?" beiðni ] [ "#" brot ]
bygging = stafur [ stafur | tala | "-" | "+" | "." |
hýsill = nafn | IPv4 | IP
slóð = bókstafir [ "/" slóð ]* | ""
beiðni = bókstafir "=" bókstafir [ "&" beiðni ]*
brot = bókstafir*

Lýsingin er að miklu leiti fengin úr RFC 3986.

  Þessi greinarhluti er of stuttur, þú getur hjálpað til með því að bæta við hann.


Heimild

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „URL“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2007.
  • Berners-Lee, Tim; Network Working Group (janúar 2005). „RFC 3986 – URI:“. RFC 3986 (enska). W3C/MIT. Sótt 18. febrúar 2009.