Uffa Fox (15. janúar 189826. október 1972) var breskur skútuhönnuður og siglingaáhugamaður. Hann fæddist á Wight-eyju og ólst upp í Cowes þar sem hann setti upp bátasmiðju 21 árs gamall. Hann var upphafsmaður fleytikænunnar og einn af þeim fyrstu sem nýttu masturstaugar í hönnun sinni. Eftir Síðari heimsstyrjöld nýtti hann sér mikið mótaðan krossvið sem byggingarefni. 1947 vingaðist hann við Filippus hertoga og tók oft þátt í Cowes-vikunni með honum. Hann kenndi börnum Filippusar og Elísabetar að sigla.

Meðal báta sem Fox hannaði eru Flying Fifteen, National 12, Albacore, Firefly og Javelin.