Tríkínur eru sníkjuþráðormar sem lifa í mönnum og dýrum. Aðeins ein tegund Trichinella spiralis var þekkt fram til ársins 1972 en síðar hefur komið í ljós að tegundir eru mun fleiri. Lirfur koma úr hráu kjöti eða hræjum. Faraldrar hafa komið upp vegna neyslu á svína- og hrossakjöti. Tríkínur eru ekki landlægar á Íslandi en þó er sérstök Norðurslóðategund Trichina nativa algeng í hvítabjörnum og heimskautaref á Grænlandi og Svalbarða og hefur borist alla vega þrisvar hingað til lands með hvítabjörnum. Tríkínur valda sjúkdómnum tríkínuveiki (trichinosis), áður þýtt sem purkormasótt.

Lífsferill tríkínuþráðorma sem valda tríkínuveiki

Heimildir breyta

Tenglar breyta