Torfi Finnsson (d. 22. júní 1637) var kennari og skólameistari í Skálholtsskóla um árabil og síðan prestur í Hvammi í Dölum. Hann var vel lærður og orðlagður kennari.

Torfi var sonur Finns Jónssonar bónda í Flatey, sonarsonarsyni Þorleifs Björnssonar hirðstjóra, og konu hans Ragnhildar Torfadóttur. Bróðir hans var Jón Finnsson í Flatey, sem gaf Brynjólfi biskupi Flateyjarbók. Torfi innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla árið 1606 og kom aftur til Íslands 1612. Ári síðar varð hann heyrari við Skálholtsskóla og tveimur árum síðar skólameistari. Einn af nemendum hans var Brynjólfur Sveinsson, síðar biskup, sem hrósaði kennslu hanns mikið.

Torfi varð prestur í Hvammi í Dölum árið 1621 og gegndi því embætti til dauðadags. Kona hans var Guðríður Jónsdóttir, dóttir Jóns Björnssonar á Holtastöðum í Langadal og systir Helgu biskupsfrúar, konu Odds Einarssonar. Börn þeirra voru Jón Torfason í Flatey og Guðrún, kona Bjarna Péturssonar sýslumanns á Staðarhóli.

Heimildir breyta

  • „Saga latínuskóla á Íslandi til 1846. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14. árgangur 1893“.
  • „Skólameistararöð í Skálholti. Norðanfari, 61.-62. tölublað 1880“.