Tantra (Sanskrit: tantra) er orð úr sanskrit sem þýðir "að vefa" eða "vefstóll" og lýsir samtvinningi eða því "að vefa saman" visku, hefðum, kennslu og ástundun og með því skapa heildarmynd hverskonar sannleika. Vesturlandabúar tengja hugtakið Tantra oftast við kynferði eða kynlíf, en þó ákveðin afbrigði tantraiðkunar falið í sér kynlíf í sögulegum skilningi þá eiga langflest afbrigði tantra ekkert skilt við kynlíf, og hugtakið á aðeins við sérstæðar andlegar iðkanir. Þessar iðkanir geta falið í sér það að kyrja, notast við heimulleg tákn, helgisiði eða athafnir, ýmsar aðferðir hugleiðslu eða önnur form af andlegum athöfnum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.