Talía (einnig nefnd blökk, trissa, skoruhjól eða reimhjól) er lyftibúnaður með að minnsta kosti tveimur hjólum . Í hverju hjóli er skora sem kaðalstaug eða keðja leikur í og myndar þannig nokkurskonar skorðu eða festu fyrir kaðalinn (eða keðjuna). Hjólin eru fest inn í svonefnt blakkarhús, sem er hengt upp í bjálka eða annarskonar burðarbita. Talía er útbúnaður til að færa til (lyfta eða draga) þunga hluti með minni krafti en svarar til þyngdar þeirra. Talía hefur einnig verið nefnd hjólald, blakkarhjól, rennihjól og hjólkerling á íslensku. Trissa (eða trissuhjól) er einnig oft haft sem samheiti, en er einnig haft um samskonar búnað með aðeins einu hjóli.

Föst talía

Heimild

breyta
  • „Hvers vegna er hægt að létta átak með blökkum? Er það hægt endalaust?“. Vísindavefurinn.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.