Erla (1968)

(Endurbeint frá T 105)

Erla er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1968. Á henni flytur Erla Stefánsdóttir fjögur lög. Platan er hljóðrituð í mono. Ljósmynd og hönnun: Hallgrímur Tryggvason. Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.

Erla
Bakhlið
T 105
FlytjandiErla
Gefin út1968
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Lagalisti breyta

  1. Við arineld - Lag - texti: Magnús Eiríksson-Kristján frá Djúpalæk
  2. Óskalagið - Lag - texti: Colonello Newell - Birgir Marinósson
  3. Æskuást - Lag - texti: Crétar Ingvarsson - Rafn Sveinsson
  4. Geturðu nokkuð gert að því - Lag - texti: Mark London - Birgir Marinósson

Textabrot af bakhlið plötuumslags breyta

 
Í nóvember 1967 kom út plata með Erlu Stefánsdóttur og hljómsveitinni Póló. Á þeirri plötu voru meðal annars lögin Brimhljóð og Lóan er komin, sem bæði náðu miklum vinsældum. Á þessari nýju plötu Erlu eru fjögur lög, þar af tvö íslenzk. Við arineld eftir Magnús Eiríksson og Æskuást eftir Grétar Ingvarsson. Undirleik annast tíu manna hljómsveit og eru þar á meðal ýmsir þekktir hljómlistarmenn svo sem Karl og Gunnar Jökull í Flowers, Kristinn guitarleikari í Pónik, Garðar bassaleikari í hljómsveitinni Ernir o.fl Hljómsveitarstjóri er Sigurður Rúnar Jónsson og gerði hann einnig útsetningar. Hljóðritun annaðist Pétur Steingrímsson.
 
 
NN