Transútilokandi feminísmi eða terfismi er hugmyndafræði sem hefur náð að skapa sér rúm á síðustu árum. TERF stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminism og var sett fram sem hugtak árið 2008.[1] Terfismi kennir sig við feminísma en hann snýst um það að trans konur séu í rauninni bara karlmenn sem vilja ráðast inn á svæði kvenna til þess að styrkja feðraveldið. Til dæmis reyna terfistar að ýta undir hugmyndina um að trans konur megi ekki fá aðgang að kvennaklósettum vegna þess að þá komast þær í þá stöðu að geta auðveldlega misnotað sís konurnar[2] sem væru fullvissar um að klósettin væru örugg rými bara fyrir sís konur. Terfistar reiða sig á kynjatvíhyggjuna og telja að enginn geti skipt um kynhlutverk. Það virðist vera tilhneiging hjá terfistum að hundsa algjörlega trans menn, því að þeir beina spjótum sínum alfarið að trans konum. Líklega er það vegna þess að þeir telja að körlum geti ekki verið ógnað af trans körlum inn í rýmum sem eru bara fyrir sís karla.[3]

Terfistar finnast um allan heim og þeir hafa einnig látið á sér kræla á Íslandi. Hinseginsamfélagið hefur gagnrýnt ýmsa femínista og femínistafélög fyrir að taka ekki sterka afstöðu gegn terfisma. 2. apríl 2019 gaf Femínistafélag Háskóla Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir stuðningi við trans konur og baráttu þeirra. Var það því fyrsta vel þekkta femínistafélagið hér á landi sem segist standa við bakið á trans konum og öðru trans fólki.[4]

Rithöfundurinn J. K. Rowling, sem er best þekkt fyrir bækurnar um Harry Potter, hefur margsinnis verið vænd um terfisma vegna ummæla á Twitter sem þykja bera vott um transfóbíu.[5]

Tilvísanir breyta

  1. Smythe, Viv (28. nóvember 2018). „I'm credited with having coined the word 'Terf'. Here's how it happened | Viv Smythe“. The Guardian (enska). ISSN 0261-3077. Sótt 11. mars 2020.
  2. „Sís, sískynja“. Hinsegin frá Ö til A. Sótt 11. mars 2020.
  3. Earles, Jennifer (3. apríl 2019). „The "Penis Police": Lesbian and Feminist Spaces, Trans Women, and the Maintenance of the Sex/Gender/Sexuality System“. Journal of Lesbian Studies (enska). 23 (2): 243–256. doi:10.1080/10894160.2018.1517574. ISSN 1089-4160.
  4. Femínistafélag Háskóla Íslands. (2019, 2. apríl). Yfirlýsing Femínistafélags Háskóla Íslands til stuðnings trans konum. Sótt af Facebook síðu Femínistafélags Háskóla Íslands.
  5. Katelyn Burns (19. desember 2019). „J.K. Rowling's transphobia is a product of British culture“ (enska). Vox. Sótt 2. apríl 2020.