Títandíoxíð er efnasambandið TiO2. Það er unnið í hvítt duft og er m.a. notað sem litar- eða þekjuefni í hvíta málningu, glerung, gúmmí, plast, pappír. Þegar það er notað sem litarefni er það kallað títaníumhvítt. TiO2 er notað í ýmsum ólíkum vörum allt frá málningu til sólarvarnar og sem litarefni í matvælum og er þá E efnið E171. Það er notað sem litarefni í mat t.d. til að lita undanrennu hvíta. Í snyrtivöruiðnaði og húðvörum er það bæði notað sem litar- og fyllingarefni.

Títandíoxíð finnst í náttúrunni sem málmarnir rútíl, anatas og brookít.

Framleiðsla breyta

Tvenns konar tækni er notuð til að framleiða títandíoxíð, klóríð ferli og súlfíð ferli. Klóríð ferli fer þannig fram að títandíoxíð hráefnið er hreinsað með því að breyta því í títan tetraklóríð og er hráefnið (sem inniheldur að minnsta kosti 70% TiO2) rýrt (e. reduced) með kolefni, oxað með klór til að búa til títan tetraklóríð (TiCl4). Það títan tetraklóríð er eimað og enduroxað í hreinum súrefnisloga eða plasma við 1500–2000 K til að búa til hreint títandíoxíð.

Umhverfisáhrif breyta

Títaníumdíoxíð (TiO2) á nanóformi er talið geta valdið krabbameini hjá fólki sem umgengst efnið í tengslum við vinnu sína. TiO2 er skaðlaust í venjulegu formi en nanóagnir sem búnar eru til úr efninu og eru nú notaðar í auknum mæli í stað hins náttúrulega forms eru taldar geta valdið skaða.[1]

Tilvísanir breyta

   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.