Sinfónía
Sinfónía er kaflaskipt tónlistarform. Orðið sinfónía er tekið úr grísku og beinþýðist „samhljómur“, stundum eru sinfóníur kallaðar hljómkviður, sem er íslensk þýðing sem ekki hefur náð fótfestu.
Saga sinfóníunnar
breytaSinfóníur voru upphaflega forleikir, bakgrunnstónlist eða millispil. Þær voru hlutar í stærri verkum, spilaðar af tiltölulega litlum hljómsveitum og einnig var orðið sjálft notað sem samheiti yfir alls kyns tónlist. Á 18. öld varð formið smám saman fastmótaðra og loks varð fjögurra kafla sónötuform orðið partur af skilgreiningunni á sinfóníu. Við lok 18. aldar tóku hljómsveitirnar að stækka og fleiri hljóðfæri að bætast við, þessi þróun hélt áfram allt til loka Síðrómantíska tímabilsins, en þá náði hún hámarki í risavöxnum sinfóníum Mahlers þar sem formið er teygt út yfir ystu mörk og flytjendurnir skiptu hundruðum.
Valin verk
breytaBarrokk tímabilið
breyta- vantar verk
Klassíska tímabilið
breyta- Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfóníur nr. 25, 40 og 41
- Joseph Haydn: Sinfóníur nr. 22, 25, 39, 45, 70, 92-104
- Ludwig van Beethoven: Sinfóníur nr. 3-9
Rómantíska tímabilið:
breyta- Franz Schubert: Sinfóníur 5, 8 og 9
- Hector Berlioz: Draumasinfónían
- Robert Schumann: Sinfóníur 1 og 4
- Felix Mendelsohn: Sinfónía nr. 4
- Anton Brückner: Sinfóníur nr. 2, 4, 7 og 9
- Pyotr Ilyich Tchaikovsky: 'Manfreð' sinfónían og Sinfóníur nr. 1, 4, 5 og 6
- Antonín Dvořák: Sinfóníur nr. 5, 7 og 9