Swift-Tuttle
Halastjarnan 109P/Swift-Tuttle var uppgötvuð af stjörnufræðingnum Lewis Swift 16. júlí 1862 og svo öðrum stjörnufræðingi, Horace Parnell Tuttle, þremur dögum seinna. Swift-Tuttle er hluti af Perseid loftsteinaþyrpingunni. Sporbaugur hennar skarast á við jörðina eða tunglið og talið er að einhverntíman í fjarlægri framtíð muni verða árekstur.
Tenglar
breyta- 109P síða hjá JPL/SSD
- Comet put on list of potential Earth impactors Geymt 25 september 2008 í Wayback Machine, grein í vísindatímaritinu New Scientist