Sunndalur

Hnit: 65°47′46.18″N 21°37′13.84″V / 65.7961611°N 21.6205111°A / 65.7961611; 21.6205111 Sunndalur var býli í Bjarnarfirði sem gengur inn af Húnaflóa. Inn úr Bjarnarfirði ganga tveir smádalir, Sunndalur og Goðdalur og samnefnd býli í hvorum þeirra. Bærinn Sunndalur er við minni samnefnds dals. Eftir þeim renna samnefndar ár sem sameinast og mynda Bjarnarfjarðará og er í þeim nokkur bleikjuveiði.

Sunndalur liggur vestar en Goðdalur og töluvert hærra frá sjó en hann. Liggja að dalnum lágar brúnir og er hann aflíðandi inn til heiðarinnar. Bærinn Sunndalur stendur austan undir Sunndalsbungu vestan árinnar. Sunndalur þótti allmikil heyskaparjörð en vetrarríki mikið.

Sunndalur fór í eyði 1973. Hann var auglýstur til sölu í Morgunblaðinu 1971 og aftur 1979 og er þar lýst að jörðin sé 200 hektarar en ræktað land 10 ha. Bærinn er nú nýttur sem sumardvalarstaður.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.