Strútur (Vesturlandi)

Strútur er strýtulaga fjall, 937 metra hátt, sem er austan við Húsafell og vestan megin við Eiríksjökul. Ganga á Strút (938 m) er hættulaus en nokkuð löng. Af fjallinu er mikið útsýni yfir Arnarvatnsheiði, Borgarfjörð, Húnavatnssýslur og Strandafjöll. [1]

Strútur.

TilvísanirBreyta

  1. Gönguleiðir á Húsafelli Geymt 2017-09-07 í Wayback Machine Húsafell.is, skoðað 25 jan, 2018.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.