Stofn (málfræði)

(Endurbeint frá Stofn nafnorðs)
Fyrir aðrar merkingar orðsins má sjá aðgreiningarsíðuna.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Stofn kallast sá hluti orðs sem ekki breytist í beygingu.

Stofn nafnorðaBreyta

Stofn nafnorða má finna með því að sjá hvaða hluti orðsins er eins í öllum föllum. (Stofn sterka nafnorða finnst í þolfalli eintölu) Stofn veikra nafnorða finnst með því að taka sérhljóðann frá nf et

 • stofn orðsins ‚hestur‘ er ‚hest
 • stofn orðsins ‚kona‘ er ‚kon
 • stofn orðsins ‚tunna er ,tunn

Hjá sumum nafnorðum er -r stofnlægt í endingu orðs (t.d. veður > veðri).

Stofn lýsingarorðaBreyta

Stofn lýsingarorða má finna með því að setja orðið í kvenkyn nefnifall eintölu.[1]

 • (hann er) stór → (hún er) stór
 • (hann er) dapur → (hún er) döpur
 • (hann er) ungur → (hún er) ung

Stofn sagnorðaBreyta

Það er einfaldast að finna stofn sagnorða með því að skoða orðið í stýfðum boðhætti- þ.e.a.s. boðháttur án persónuendinga (til dæmis gef fyrir gefa, sel fyrir selja og send fyrir senda). Hann er oftast eins og nafnháttur að frádregnu -a eða -ja.

Í veikum sögnum, sem beygjast eftir fjórða flokki (eins og baka, kalla, skrifa), er stafurinn a hluti af stofninum. Stofninn af veiku sögninni baka er baka, stofn sagnarinnar kalla er kalla og stofn sagnarinnar skrifa er skrifa. Stafurinn a helst í boðhætti, til dæmis baka þú, kalla þú.

DæmiBreyta

 • Stofn sagnorðsins „kaupa“ er kaup
 • Stofn sagnorðsins „fara“ er far
 • Stofn sagnorðsins „taka“ er tak
 • Stofn sagnorðsins „telja“ er tel
 • Stofn sagnorðsins „elska“ er elsk
 • Stofn sagnorðsins „velja“ er vel
 • Stofn sagnorðsins „baka“ er bak
 • Stofn sagnorðsins „kalla“ er kall
 • Stofn sagnorðsins „skrifa“ er skrif
 • Stofn sagnorðsins „hrópa“ er hróp
 • Stofn sagnorðsins „vera“ er ver

HeimildirBreyta

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.