Steindyr í Svarfaðardal

Steindyr er bær í Svarfaðardal og stendur í miðjum dal vestan megin Svarfaðardalsár, um 10 km frá Dalvík. Bærinn er fremsti (innsti) bær í Tjarnarsókn. Þverá fellur úr Þverárdal, um Steindyragil niður hlíðina ofan við Steindyr og rennur síðan niður með túninu. Í gilinu er Steindyrafoss og sést frá þjóðveginum ofan við Steindyr. Gljúfrið myndar einskonar steindyr í fjallið og eftir því heitir bærinn. Búið hefur verið á Steindyrum frá alda öðli. Bærinn er nefndur í Svarfdæla sögu. Þar bjó Gríss gleðill og Sigríður kona hans en hún var systir Klaufa Hafþórssonar. Í dag er stórt kúabú á Steindyrum.

Hermann Pálsson (1921-2002), fræðimaður og þýðandi og lengi prófessor í íslenskum fræðum við Edinborgarháskóla, var ættaður frá Steindyrum.