Stóra-þrælavatn (enska: Great Slave Lake, franska: Grand lac des Esclaves) er næststærsta vatn í Norðvesturhéruðum Kanada, dýpsta vatn Norður-Ameríku (614 metrar) og tíunda stærsta vatn heims eða 27.200 km2. Yellowknife höfuðstaður fylkisins er á bökkum vatnsins sem og fleiri þéttbýlisstaðir. Nafnið Slave eða Slavey er þýðing á því sem Cree-frumbyggjar kölluðu Dene-ættbálk frumbyggja en Cree tóku sér þræla þaðan.

Gervihnattarmynd.
Landslag.

Árið 1930 fannst gull við norðurhluta vatnsins en í kjölfarið byggðist Yellowknife upp.