Ávík er samheiti notað yfir tvo bæi í Trékyllisvík, Stóru-Ávík og Litlu-Ávík. Á Litlu-Ávík hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1995. Fyrir ofan Stóru-Ávík er stór steinn, jarðfastur, úr graníti sem kallast Grásteinn eða Silfursteinn. Er hann talinn hafa borist með hafís frá Grænlandi þegar sjávarstaða var hærri. Annan slíkan stein er að finna á Tjörnesi.