Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson (f. 1987) er íslenskur aktívisti og listamaður. Hann hefur samið og flutt tónlist, meðal annars með hljómsveitinni Alræði öreiganna[1] og skrifað greinar og pistla fyrir Reykjavík Grapevine, Stundina og Nature.is

Listamaður breyta

Snorri hefur haldið sýningar í Ekkisens húsinu á Bergstaðastræti 26B. Sýningarnar hans þar heita „Sakminjasafnið“[2], „HÁVAÐI II“ og „HÁVAÐI III“. Hann stóð fyrir halarófu verka ásamt Steinunni Gunnlaugsdóttur árið 2014 sem nefndist „Ef til vill sek“[3]. Meðal verka þar var myndbandsverkið „Maður bíður“, útgáfa ljóðabókar sem nefnist „Lengist í taumnum“[4] og stofnun Máf/vavinafélagsins[3].

Aktivisti breyta

Snorri var talsmaður samtakanna Saving Iceland og hefur skrifað greinar gegn stóriðju[5][6], tekið þátt í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun[7] og annarri stóriðju[8].

Snorri er einn af svokölluðum Nímenningum. Hann var handtekinn og ákærður ásamt átta öðrum fyrir árás á Alþingi þann 8. Desember 2008[9] þegar hann komst inn á palla Alþingis og hrópaði orðin:

„Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum, drullið ykkur út."[10]

Snorri var sýknaður ásamt hinum átta þann 16. febrúar 2011[11].

Snorri var handtekinn og ákærður fyrir að hrækja á lögreglubíl og lögreglumann 21. maí 2009 en var sýknaður í málinu. Snorri höfðaði skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir þessar tvær handtökur og fór fram á að íslenska ríkið greiddi honum 5 milljónir króna í skaðabætur. Málið endaði með sátt og fékk Snorri 300 þúsund krónur í skaðabætur fyrir seinni handtökuna[12].

Heimildir breyta