Snorri Húnbogason (d. 1170) var íslenskur lögsögumaður og goðorðsmaður á 12. öld. Hann bjó á Skarði á Skarðsstönd og var af ætt Skarðverja.

Snorri var sonur Húnboga Þorgilssonar á Skarði og Yngveldar Hauksdóttur konu hans. Hann var prestvígður. Lögsögumaður var hann í 14 ár, frá 1156 til dauðadags. Hann virðist hafa verið friðsemdarmaður eins og faðir hans og blandaðist ekki inn í hatrammar deilur nágranna sinna, Hvamm-Sturlu og Einars Þorgilssonar í Tungu.

Kona Snorra var Ingveldur Atladóttir og synir þeirra voru Þorgils (d. 1201) á Skarði, prestur í Skarðsþingum, Narfi (d. 1202) á Skarði og Álfur á Ballará. Sonur Narfa, Skarðs-Snorri, tók við búi á Skarði eftir lát föður síns og föðurbróður.

Heimild breyta

  • „Elzta óðal á Íslandi. Lögberg, 5. ágúst 1926“.