Sniðaspjall:Íslensk stjórnmál

Latest comment: fyrir 8 árum by Vesteinn

Það vantar Alþýðufylkinguna og mynd af merki hennar í listann yfir íslenska stjórnmálaflokka (lína 6), ég kann ekki að bæta henni inn. Getur einhver gert það eða sagt mér hvernig á að gera það? --Vésteinn (spjall) 10. júní 2015 kl. 07:55 (UTC)Reply

Þó þetta sé nú ágætistafla er full erfitt að koma fyrir myndum og skýringarmyndum í greinum sem hún er í, eins og t.d. á alþingi, spurning að minnka þetta eða láta flokkana jafnvel sjá um þetta. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:04, 19 okt 2004 (UTC)

Eina vandamálið varðandi þetta er það að þú færðir myndina ofar á Alþingissíðunni, sem mér finnst fráleitt. --Bjarki Sigursveinsson 15:17, 19 okt 2004 (UTC)
Hví? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 15:36, 19 okt 2004 (UTC)

Vegna þess að hennar staður er neðst á síðunni, mér finnst eðlilegt að efst séu upplýsingar um Alþingi almennt og neðar sé að finna hverfular upplýsingar um stöðu dagsins í dag. Þetta tíðkast til dæmis á ensku greinunum um ýmis þjóðþing sbr. Kanada, Bandaríkin og Þýskaland en metnaður minn gagnvart íslensku Alþingisgreinni stefnir að einhverju álíka, helst betra. --Bjarki Sigursveinsson 19:01, 19 okt 2004 (UTC)

Mér finnst enn að þetta snið sé að fullu óþarft, og betur þjónað með flokkakerfinu. Það er það stórt og leiðinlegt að það kemur algerlega í veg fyrir að hægt sé að setja inn myndir og gröf eins og tíðkast á öðrum greinum án þess að þetta fari út í alveg fáránleg umbrot á síðunni.
Þar að auki finnst mér miður að þú sért að breyta wikisniðst töflunni í HTML töflu þar sem fyrra sniðið er ákjósanlegra. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 12:17, 20 okt 2004 (UTC)
Ég sé ekki hvernig þú ætlar að koma því í kring að flokkakerfið veiti með sama hætti yfirsýn yfir mikilvægustu valdastofnanir ríkisins þar sem atriðin í þessum lista falla illa í sama flokkinn. Ef það eru einhver snið af þessu tagi sem flokkakerfið getur auðveldlega leyst af hólmi þá eru það kassarnir sem við setjum á síður landa og tilgreina aðild þeirra að hinum og þessum stofnunum. Þetta snið er bara innflutt beint af ensku wikipedia þar sem það er notað á sama hátt og ég geri hér og þar sem það hefur gagnast m.a. mér við mína fróðleiksleit. Þetta veitir skýra og aðgengilega yfirsýn yfir stjórnarfar á Íslandi og einhvern veginn hélt ég að það væri hjálp í því í svona verkefni eins og Wikipedia er. Mér skjátlast kannski en ég hélt satt best að segja að Wikipedia snerist um innihald og upplýsingagildi en ekki útlitið. Meint vandræði (ég hef ekki orðið var við þau) við það að setja myndir á síður út af þessu sniði eru afskaplega léttvæg og þar er einungis verið að gera úlfalda úr mýflugu. --Bjarki Sigursveinsson 17:15, 20 okt 2004 (UTC)
Vissulega eiga greinar að veita upplýsingar um umfjöllunarefni sitt, og fyrst og fremst að gera það áður en þær koma með lista yfir tengd efni, tengla og snið. Það sem ég hef á móti þessu sniði er að það er það stórt og lóðrétt frekar en lárétt að það er afar erfitt að koma því fyrir inn í grein þar sem mikið er um myndir og gröf. Vil ég þá frekar gera þetta eins og gert er á greininni um Vigur með línulega algebrusniðinu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 06:18, 21 okt 2004 (UTC)

Formaður stjórnarandstöðunna breyta

hvernig væri að hafa lista yfir formann stjórnarandstöðunna?

Það er nú ekkert slíkt formlegt embætti til. --Bjarki 15:42, 20 maí 2007 (UTC)
Það er víst til Ingibjörg Sólrún tilheyrir því núna

Tillaga breyta

Ég legg til að núverandi snið haldi sér en það verði aðeins notað á greininni Íslensk stjórnmál sem á að vera nokkurskonar "portal" að tengdum greinum. En einnig að á hinum greinunum verði komið fyrir fyrirferðaminna sniði en þó áberandi og ofarlega á síðunum, skellti fram tillögu á Snið:Íslensk stjórnmál 2 sem er nákvæmlega eins og þetta snið hér án listans. Ef einhver er með betri hugmyndir um útlit þess þá eru þær vel þegnar. --Bjarki Sigursveinsson 02:00, 5 nóv 2004 (UTC)

Er þá ekki eins gott að gera það að töflu? snið eru til þess að nota í mörgum greinum - hálftilgangslaust ef það er bara í einni grein. Annar möguleiki til að gera það fyrirferðarminna væri að "brjóta það saman". --Akigka 15:36, 20 maí 2007 (UTC)
Þetta er náttúrulega 2 og hálfs árs gömul tillaga sem ég setti fram í einhverri málamiðlun gagnvart Ævari sem fannst sniðið of stórt. Mér finnst það ekki sjálfum, þetta er bara fínt eins og það er. --Bjarki 15:41, 20 maí 2007 (UTC)
Úff, ég tók þessu sem nýjasta framlagi þar sem ég sá að þessari síðu hafði verið breytt. Svona fer þegar menn stinga nýjum framlögum inn á milli gamalla :( --Akigka 17:43, 20 maí 2007 (UTC)

Íslandshreyfingin breyta

Mér finnst hæpið að hafa hana hér með þar sem hún er ekki með neina þingmenn. Hvað með ykkur? --Akigka 23:54, 22 maí 2007 (UTC)

Það stendur Stjórnmálaflokkar, ekki Flokkar á Alþingi. --Stalfur 01:29, 23 maí 2007 (UTC)
Er það ekki rétt munað hjá mér að Ólafur F. Magnússon sem kjörinn var fyrir frjálslynda í borgarstjórn Reykjavíkur kenni sig nú við Íslandshreyfinguna? Það er þó eitthvað. Það er mér að meinalausu að þetta sé með, allavega um sinn. --Bjarki 15:38, 23 maí 2007 (UTC)
Hefðum við þá átt að taka með baráttusamtökin, nýtt afl, flokk mannsins, anarkistahreyfinguna og öll þau önnur smáframboð sem bjóða venjulega fram í kosningum? Mér finnst að mörkin ættu að standa við stjórnmálaflokka með þingmenn - það eru mörg fleiri samtök til sem gætu kallast stjórnmálaflokkar. Yfirleitt eru alltaf einhver sem bjóða fram í hverjum alþingiskosningum. --Akigka 15:44, 23 maí 2007 (UTC)
Engin þeirra buðu fram í síðustu alþingiskosningum. Myndirðu telja að stjórnmálaflokkur þurfi að "sanna sig" áður en við á Wikipediu viðurkennum hann sem flokk? Þurfa þeir að komast í ríkisstjórn til þess? Þurfa þeir að hafa fleiri en einn þingmann? Etc etc. Varla okkar að dæma. --Stalfur 00:53, 24 maí 2007 (UTC)
Nei en Nýtt afl bauð sig t.d. fram í þarsíðustu kosningum. Mér finnst bara að til að flokkur sé með í þessari upptalningu þá væri skynsamlegt að setja mörkin við að hann sé á þingi - Fyrir hverjar einustu alþingis- og sveitarstjórnakosningar koma fram listar sem bjóða fram í einum-tveimur kjördæmum, mun sjaldnar í öllum líkt og Íslandshreyfingin gerði. Þessir listar hafa síðan engin áhrif eftir kosningarnar jafnvel þótt sumir þeirra reyni að vinna málefnum sínum áfram gengi (sbr. nýtt afl áður en þeir gengu til liðs við FF). Svo er þetta öllum gleymt eftir nokkra mánuði og verður varla neðanmálsgrein í íslenskri stjórnmálasögu. Mér finnst það eitt að hafa boðið fram lista í einhverjum kosningum ekki nóg til að teljast "stjórnmálaflokkur" og mér finnst það að komast á þing ágætis mörk til að miða við. Auk þess sem það eru líka hefðbundin mörk. Þessu sniði er ætlað að gefa yfirlit yfir íslensk stjórnmál í víðum skilningi (stjórnkerfið, stjórnsýslu, þrískiptingu ríkisvaldsins o.s.frv.) og ég fæ ekki séð að flokkur sem ekki er með þingmenn sé beinn þátttakandi í því, enda hefur hann þá engin áhrif á stjórnun landsins umfram þau áhrif sem allir borgarar hafa eða öll önnur málefnasamtök geta haft). Auðvitað má þetta vera síbreytilegt, en sniðið verður fljótt að stækka og kosningahlutinn að þenjast út ef þetta á að vera raunin t.d. í næstu sveitarstjórnakosningum. --Akigka 09:58, 24 maí 2007 (UTC)
Við getum líka haft regluna "allir þeir flokkar sem buðu fram í síðustu alþingiskosningum" - en mér finnst það samt of líberal :) --Akigka 10:15, 24 maí 2007 (UTC)
Mér finnst lágmark að halda inni flokkum sem buðu fram í ÖLLUM kjördæmum líkt og Íslandshreyfingin gerði. Eins kjördæmis framboð er kannski of lítið og stuttlíft til að smella inn (nema það sanni langlífi sitt). --Stalfur 15:10, 24 maí 2007 (UTC)
Stjórnmálin eru auðvitað alltaf að breytast og þess vegna verður þetta snið að einhverju leyti breytilegt líka. Íslandshreyfingin bauð fram í öllum kjördæmum og hafði áhrif á gang mála, bæði orðræðuna fyrir kosningar og á sjálfa útkomuna (enda þótt hún hefði ekki komið inn neinum þingmanni). Í ljósi þess var eðlilegt að hafa hana með fyrir kosningar og e.t.v. er ekkert að því að hafa hana hérna örlítið lengur. Talsmenn hennar hafa sagt að hún væri komin til að vera og ég skildi það þannig að Íslandshreyfingin ætlaði sér að bjóða fram aftur í næstu kosningum. Aftur á móti, ef ekkert heyrist frá henni meir, þá er bara spurning hvenær við tökum hana út úr sniðinu. Ætlum við að bíða í fjögur ár og sjá hvort hún bjóði fram aftur? Eða ætlum við að taka hana út og setja hana inn aftur ef/þegar hún býður næst fram? Það væri kannski skynsamlegast. En mér finnst ekki rétt að hafa með hvern einasta lista eða óháða frambjóðanda, sem býður fram í einu kjördæmi; og ekki heldur í sveitastjórnarkosningum. Þetta snið ætti að vera fyrir landspólitík, ekki local pólitík. --Cessator 16:01, 24 maí 2007 (UTC)
Það eru ágætis rök fyrir því svo sem að hafa Íslandshreyfinguna með, enda óvenjulegt að ný stjórnmálahreyfing bjóði fram á landsvísu eins og þau gerðu. Ég er samt sem áður hræddur við að erfitt verði að réttlæta þessi mörk seinna meir. Að flokkur sé með einhverja þingmenn þykir mér forsenda þess að hann komi að stjórn landsins með beinum hætti. --Akigka 21:18, 24 maí 2007 (UTC)

Hvað er það sem veldur alltaf þessum bilum þegar maður notar snið. Ég lenti líka í þessu í þessu sniði og hef ekki hugmynd um hvernig á að laga það. Kanski ef eitthver "Íslensk stjórnmál" sniðið þá get ég gert það sama í sniðinu mínu. --Steinninn spjall 16:15, 25 maí 2007 (UTC)

Flokkur breyta

Ég er nokkuð ósáttur við að það standi „(flokkur)“ á eftir tenglinum á Alþingi, þar sem það mætti skilja það sem stjórnmálaflokk. --Baldur Blöndal 17. september 2008 kl. 23:06 (UTC)Reply

Staðsetning breyta

Spurning um að breyta þessu í lárétt snið í botni? Það komast ekki myndir fyrir á greinarsíðum eins og þetta er núna. Svo er ágætur séns á að þetta bólgni frekar út. Mér finnst þetta draga athygli of mikið frá greininni sjálfri... --Jabbi 19. nóvember 2008 kl. 09:25 (UTC)Reply

Ég ítreka. Nú var ég t.d. að bæta við upplýsingum um Kjördæmi Íslands, rétt áðan, mér finnst þetta snið til óþurftar þar sem það er, troðið þarna í hliðinni. Er ekki hægt að hafa þetta neðst á síðunni? --Jabbi 12. janúar 2009 kl. 16:09 (UTC)Reply
Breyttu þessu endilega. :) — Jóna Þórunn 12. janúar 2009 kl. 16:11 (UTC)Reply
Ég er að læra f. próf ;) --Jabbi 12. janúar 2009 kl. 16:19 (UTC)Reply

Nýtt snið breyta

Það gamla fært hingað --Jabbi 15. janúar 2009 kl. 18:15 (UTC)Reply

Fjórflokkurinn breyta

Er það virkilega í samræmi við hlutverk Wikipediu sem uppsláttarverk að hafa hugtak eins og Fjórflokkurinn í sniði um íslensk stjórnmál og setja til jafns við raunverulega stjórnmálaflokka? Masae 11. maí 2009 kl. 19:53 (UTC)Reply

Mér finnst mega bæta því aftur. Þetta er hugtak sem lýsir íslenska flokkakerfinu (sjá ýtarefni: en:Voting system). Eins og ég benti á í Spjall:Fjórflokkurinn er þetta hugtak notað af fræðimönnum til þess að lýsa því stjórnkerfi sem ávallt skilar af sér fjórum flokkum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég skal gefa mér tíma einhverntíman á næstunni til þess að skrifa í kringum þetta. Á þetta þá ekki rétt á sér í sniðinu? --Jabbi 13. maí 2009 kl. 15:04 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Íslensk stjórnmál“.