Smallville (7. þáttaröð)

Smallville er bandarísk dramaþáttaröð. Sýningar á sjöundu þáttaröðinni hófust þann 27. september 2007 og þeim lauk 15. maí 2008. Þættirnir voru 20 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Gert var hlé á framleiðslu þessara þáttaraðar vegna rithöfundaverkfallinu 2007-2008 og urðu þess vegna bara 20 þættir framleiddir í staðinn fyrir 22. Þetta var síðasta þáttaröðin af Smallville sem Alfred Gough og Miles Millar unnu við og einnig var þetta síðasta þáttaröðin þar sem Michael Rosenbaum og Kristin Kreuk eru í aðalleikhópnum.

Aðalleikarar breyta

  • Tom Welling sem Clark Kent, Bizarro
  • Michael Rosenbaum sem Lex Luthor
  • Kristin Kreuk sem Lana Lang
  • Allison Mack sem Chloe Sullivan/Watchtower
  • Erica Durance sem Lois Lane
  • Aaron Ashmore sem Jimmy Olsen
  • Laura Vandervoort sem Kara Zor-El/Kara Kent
  • John Glover sem Lionel Luthor

Gestaleikarar breyta

  • Terence Stamp sem rödd Jor-Els
  • Phil Morris sem J'onn J'onzz/The Martian Manhunter
  • James Marsters sem Brainiac
  • Hellen Slater sem Lara-El
  • Christopher Heyderdahl sem Zor-El
  • Justin Hartley sem Oliver Queen/Green Arrow
  • Dean Kane sem Curtis Knox læknir
  • Michael Cassidy sem Grant Gabriel/Julian Luthor
  • Alaina Huffman sem Dinah Lance/Black Canary
  • Gina Holden sem Patricia Swann
  • Robert Picardo sem Edward Teague
  • Jane Seymore sem Genevieve Teague
  • Kim Coates sem Carter fulltrúi
  • Sam Jones III sem Pete Ross
  • Nancy Sivak sem Marilyn
  • Hundurinn Bud sem Shelby

Þættir breyta

Titill Sýnt í U.S.A. #
„Bizarro“ 27. september 2007 133 – 701

Clark þarf að berjast við tvífaran sinn Bizarro (Vofan úr sjöttu þáttaröð) sem ætlar sér taka yfir líf Clarks. Chloe vaknar frá dauðum og uppgötvar að hún er með ofurkraft - hún getur læknað fólk og tekið sár og sjúkdóma þess til sín. Lex er bjargað af ungri kryptónskri stelpu. Lionel er bjargað frá drukknun af óþekktum einstaklingi.

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Michael Rohl

„Kara“ 4. október 2007 134 – 702

Clark hittir kryptónsku stelpuna sem bjargaði Lex og kemur í ljós að hún er Kara Zor-El, frænka Clarks. En áður en Kara og Clark geta spjallað þurfa þau að finna geimskip Köru á undan heimavarnarfulltrúanum Carter. Lex kemst að því að Lana gerðu upp dauða sinn og falsaði sönnunargögn til að beina grunsemdum á Lex. Eftir að heilla ritstjóra Daily Planet, Grant Gabriel, fær Lois starf sem blaðakona.

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: James Conway

„Fierce“ 11. október 2007 135 – 703

Clark reynir að kenna Köru að aðlagast lífinu á jörðinni og hvernig hún getur lært á ofurkraftana. Hugmynd Köru um að vera venjuleg stelp fellst í því að taka þátt í fegurðarsamkeppni og keppir hún á móti þremur stelpum sem reyna að gera allt til að sigra og geta stjórnað veðuröflunum. Lana kemur aftur til Smallville og vill búa hjá Clark.

- Titillinn þýðir "Grimmur" eða "Ofsalegur" og vísar líklegast í "fierce competition" (þ.e.a.s. samkeppnina frá Veðurgellunum)

Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: Whitney Ransick

„Cure“ 18. október 2007 136 – 704

Þegar að Chloe fréttir að Dr. Curtis Knox hafi fundið lækningu fyrir loftsteinafrík pantar hún tíma hjá honum. Það sem hún veit ekki er að Knox drepur ákveðin loftsteinafrík til að nota líffæri þeirra til að bjarga látinni eiginkonu sinni. Á meðan segir J'onn J'onz Clark að hann geti ekki treyst Köru. Kara fer frá Smallville þegar að Clark vill ekki hjálpa henni finna kristalinn sem var stolinn úr geimskipinu hennar.

- Titillinn þýðir "Lækning"

Höfundar: Al Septien og Turi Meyer, Leikstjóri: Rick Rosenthal

„Action“ 25. október 2007 137 – 705

Þegar á að gera kvikmynd um hasarblaðahetjuna Warrior Angel, býður Clark tökuliðinu að nota Kent-býlið. En ofsafenginn Warrior Angel-aðdáandi sem vinnur við myndina er ósáttur við að ástkona Warrior Angels lifir í endanum á myndinni og reynir að myrða Rachel Davenport, leikkonuna sem leikur hana. Clark þarf að leita til Lex sem var aðdáandi Warrior Angel-blaðanna í æsku. Á meðan er Lionel haldið föngum af konu sem vinnur fyrir Lönu.

- Titillinn þýðir "Hasar" en er vísun í það sem leikstjóri segir fyrir tökur: "Action!" (Byrja!)

Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Mairzee Almas

„Lara“ 1. nóvember 2007 138 – 706

Clark og Chloe komast að því að Kara er í Washington að leita að kristalnum sínum en er handtekin af Carter fulltrúa með kryptoníthandjárnum. Carter pyntar Köru til að fá hana til að segja hvaðan hún kemur. Lana opnar Isis-stofnina til að hjálpa loftsteinafríkum.

- Titillinn vísar í móður Clarks, Löru Lor-Van (Lara-El í þáttunum)

Höfundar: Don Whitehead og Holly Henderson, Leikstjóri: James Conway

„Wrath“ 8. nóvember 2007 139 – 707

Þegar að eldingu slær niður milli Clarks og Lönu nálægt kryptoníti fær Lana kryptónska ofurkrafta. Í fyrstu virðist þetta draumur fyrir Clark, því nú eru þau á jöfnum vellli, en Lana misnotar kraftana til að hefna sín á Lex.

- Titillinn þýðir "Reiði"

Höfundar: Brian Peterson og Kelly Souders, Leikstjóri: Charles Beeson

„Blue“ 15. nóvember 2007 140 – 708

Clark finnur kristalinn úr skipinu hennar Köru og kemast að því hann inniheldur klón af móður sinni, Löru. Clark virkjar hann í Einveruvirkinu en kristallinn innihélt einnig klón af bróður Jor-Els, Zor-El, faðir Köru. Zor-El platar Clark að setja á sig bláan kryptoníthring sem sviptir honum kryptónsku ofurkröftunum og hyggst svo breyta jörðinni í Krypton. Eftir að Clark tekst að stöðva Zor-El í Einveruvirkinu, hverfur Kara og birtist í Detroit án minnis og ofurkrafta.

- Titill þýðir "Blár" og vísar í blátt kryptonít og litinn á kristalnum.

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Glen Winter

„Gemini“ 13. desember 2007 141 – 709

Maður að nafni Adrian Cross hringir í Lois og segir henni að hann hafi fest Chloe og Jimmy í lyftu með sprengju og muni hann drepa þau nema hún fái Gabriel að birta sögu sína. Í ljós kemur sannleikurinn um uppruna Gabriels. Clark snýr aftur frá Einveruvirkinu og hann og Lana reyna að bjarga Jimmy og Chloe. Chloe segir Jimmy frá lækningarkrafti sínum.

- Titillinn þýðir "Tvíburar" á latínu og er heitir stjörnumerkið það á ensku.

Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Whitney Ransick

„Persona“ 31. janúar 2008 142 – 770

Í ljós kemur að Clark hafði verið frystur í Einveruvirkinu í Blue og Bizarro hafði komið hans stað. Jor-El leysir Clark og segir honum að sigra Bizarro. Á meðan leitar Bizarro hjálpar frá Brainiac til að koma í veg fyrir að sólin geri hann veikburða. Gabriel uppgötvar að hann er klón af Julian Luthor og heimtar að hefja feðgasamband við Lionel. Lex líkar illa við það og lætur myrða Gabriel.

- Titillin þýðir "Gríma" eða "Yfirvarp"

Höfundar: Holly Henderson og Don Whitehead, Leikstjóri: Todd Slavkin

„Siren“ 7. febrúar 2008 143 – 711

Lex ræður Dinuh Lance (einnig þekkt sem Black Canary) til að fanga Green Arrow og segir hann vera hryðjuverkamann til að fá hana að hjálpa sér. Lois fer á stefnumót með Oliver og Lionel biður Lönu að veita sér sönnun um að Lex myrti Gabriel.

- Titillinn þýðir "Sírena" og vísar í grísku goðsagnafræðina um sjávardísir í hálfu fuglslíki sem seiddu marga sæfara með söng sínum.

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Kevin Fair

„Fracture“ 14. febrúar 2008 144 – 712

Lois eltir Lex til Detroit og uppgötvar að hann hefur fundið Köru. Þjónn einn sem er gagntekinn af Köru skýtur Lex og Lois og Köru föngum. Lex endar í dái og Clark neyðist til að ferðast inn í huga hans til að finna Köru og Lois. En í hugarheimi Lex herja tveir persónuleikar Lex stríð: Sakleysið (Alexander) og illskan (Lex).

- Titillinn þýðir "Brot", "Brestur" eða "Sprunga" sem vísar skiptingu góðu og illu persónuleika Lex.

Saga: Al Septien og Turi Meyer, Handrit: Caroline Dries, Leikstjóri: James Marshall

„Hero“ 13. mars 2008 145 – 713

Pete kemur aftur til Smallville og hefur öðlast ofurkrafta sem gera honum kleift að teygja sig eins og gúmmí eftir að hafa tuggið kryptoníttyggjó. Pete ákveður að taka á Lex fyrir Clark en Lex handsamar hann og neyðir hann að vinna fyrir sig. Þegar Clark og Lana leyna Köru uppruna sínum flytur hún til Lex og biður hann að hjálpa henni að fá minnið aftur.

- Titillinn þýðir "Hetja"

Höfundar: Aaron Helbing og Todd Helbing, Leikstjóri: Michael Rohl

„Traveler“ 20. mars 2008 146 – 714

Þegar Clark er rænt með kryptonítvopnum, rannsaka Chloe og Lana málið og komast að því að Lionel stóð á bak við það til múta Patriciu Swann (dóttur Dr. Virgils Swann) sem leitar að "Ferðalanganum." Chloe og Lana ákveða að þær þurfi að fara með Köru í Einveruvirkið svo að fái krafta sína og minningar aftur.

- Titillinn þýðir "Ferðalangur" sem er annað nafn yfir Clark

Saga: Al Septien og Turi Meyer, Handrit: Don Whitehead og Holly Henderson, Leikstjóri: Glen Winter

„Veritas“ 27. mars 2008 147 – 715

Brainiac kemur og vill fá Köru með sér til Krypton í fortíðinni. Þegar Clark og Kara neita, endurtengir Brainiac heila Lönu og verður hún stjarfklofa. Lois og Jimmy rannsaka morðið á Patriciu Swann og Lex athugar leynifélag föður síns, Veritas.

- Titillinn þýðir "Sannleikur" á latínu og nafnið yfir leynifélag Lionels.

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: James Marshall

„Descent“ 17. apríl 2008 148 – 716

Lionel óttast um líf sitt og reynir að tala við Clark og Chloe og vill afhenda þeim lykil en vegna svika hans í Traveler treysta þau honum ekki. Skömmu seinna myrðir Lex Lionel til að ná lyklinum til að stjórna Ferðalanganum.

- Titillinn þýðir "Fall" og vísar í fall Lionels þegar Lex ýtir honum út um gluggann hjá LuthorCorp.

Höfundar: Holly Henderson og Don Whitehead, Leikstjóri: Ken Horton

„Sleeper“ 24. apríl 2008 149 – 717

Clark fær Chloe að hakka inn í gervihnattakerfi ríkisstjórnarinnar til að finna Brainiac og Köru. En heimvarnamálaráðuneytið hefur samband við Jimmy og hótar að senda hann í fangelsi nema hann hjálpi þeim að handtaka Chloe.

- Titillinn vísar í "Sleeper cell" sem er tegund af leynilegum hryðjuverkamönnum sem eru í "dvala" þar til þeir eiga spila hlutverk sitt.

Höfundur: Caroline Dries, Leikstjóri: Whitney Ransick

„Apocalypse“ 1. maí 2008 150 – 718

Í hundraðasta og fimmtugasta þættinum óskar Clark þess að hann hefði aldrei komið til Jarðar og Jor-El sýnir honum hvernig heimurinn væri án hans: Jonathan og Martha ættleiddu annað barn og nefndu hann Clark; Chloe er trúlofuð; Addams fógeti er á lífi og vinnur fyrir alríkislögregluna; Jimmy og Lois vinna á Daily Planet; Lionel fann Köru (notar Linda Danvers sem dulnefni) og vinnur hún fyrir forseta Bandaríkjana - Lex Luthor. Í endanum vaknar Clark og fer til fortíðar-Krypton og hjálpar Köru að stöðva Brainiac frá því að myrða Clark í æsku.

- Titillinn þýðir "Veraldarumrót" eða "Hamfarir" - lokabardagi góðs og ills.

Höfundar: Turi Meyer og Al Septien, Leikstjóri: Tom Welling

„Quest“ 8. maí 2008 151 – 719

Eftir að Lex fann annan lykil í öryggishólfi í Zurich, rotar ókunnugur maður Lex og ristir kryptónsk merki í bringuna á honum. Clark veit hvað það þýðir og rekur slóðina til Sankti Kristóferskirkjuna í Montreal þar sem að hann hittir Edward Teague, meðlim Veritas (faðir Jasons Teague), og vill að Clark, Ferðalanginn, drepi Tortímandann, Lex. Þegar Clark neitar pyntar hann Clark með Kryptoníti.

- Titillinn þýðir "Leit"

Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: Kenneth Biller

„Arctic“ 15. maí 2008 152 – 720

Í ljós kemur að Kara kom aldrei til Jarðar með Clark heldur var það Brainiac í dulargervi (og sendi hann Köru til Phantom Zone). Sem Kara segir Brainiac Lex sannleikann um Clark og hjálpar honum að fá tækið sem á að stjórna Ferlangnum (Clark). Þegar Chloe kemst að þessu endurforritar Brainiac heilann í henni en lækningarmáttur hennar veikir Brainiac. Clark drepur Brainiac og við það vakna Lana og Chloe. Lana yfirgefur Smallville til að vera ekki fyrir Clark. Þegar Jimmy biður Chloe að giftast sér er hún handtekin af heimavarnamálaráðuneytinu. Clark kemst að því að Lex er kominn til Einveruvirkisins og virkjar tækið sem á stjórna Clark. Í lokin hrynur Virkið yfir þá...

- Titillinn þýðir "Norðurheimskautið" - Einveruvirkið er staðsett í norðurheimskautinu.

Höfundar: Don Whitehead og Holly Henderson, Leikstjóri: Todd Slavkin