Skrautpuntur

Skrautpuntur (fræðiheiti: Milium effusum) er puntgras af Milium-ættkvíslinni. Það vex víða í Norður-Ameríku og á Íslandi. Skrautpuntur hefur oddmjó blöð sem mjókka til beggja enda, þau eru löng og breið (um 6-15 mm breið), flöt og snörp viðkomu. Miðstrengurinn er upphleyptur á neðra borði. Puntur Skrautpunts er um 20 cm langur, gisinn með löngum og mjúkum greinum. Í hverju smáaxi er eitt blóm. Plantan er hárlaus og vex upp af stuttum renglum. Skrautpuntur á Íslandi vex víða í hrauni, blómlendi og kjarri. Hann er algengastur á Norður- og Norðvesturlandi en sjaldgæfur í öðrum landshlutum.

Skrautpuntur
Milium.effusum.2.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
(óraðað) Einkímblöðungar (Monocotyledon)
Ættbálkur: Grasbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Milium
Tegund:
M. effusum

Tvínefni
Milium effusum
L.

TilvísanirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.