Skovshoved er fiskiþorp sem var áður fyrr við Eyrarsund á ströndinni fyrir norðan Kaupmannahöfn í Danmörku. Þorpið er í sveitarfélaginu Gentofte. Meðal kennileita eru kirkjan í Skovshoved, hótelið í Skovshoved og bensínstöð Skovshoved frá 1938 en hún var teiknuð af Arne Jacobsen. Skovshoved er þekkt fyrir að torgsölukonur frá þorpinu sem seldu fisk á Gömlu-Strönd í miðbæ Kaupmannahafnar. Þær voru kenndar við staðinn og kallaðar "skovserkoner". Búningur þeirra var skósíð pils, hekluð sjöl og hvítir höfuðklútar. Allt til um 1900 þá gengu með fiskibagga á hnakkanum að Gömlu-Strönd til að selja fisk sem eiginmenn þeirra höfðu veitt. Seinna keyptu fisksölukonurnar fisk frá Gasværkshavnen.

Skovshoved var fyrst lítið fiskiþorp með nokkrum húsum. Krá opnaði í þorpinu árið 1660. Fyrsta höfnin í þorpinu var gerð árið 1869. Um miðja 19. öldina var þorpið eins og önnur fiskiþorp við Eyrarsund vinsæll dvalarstaður sumargesta frá Kaupmannahöfn. Sumir gestanna voru á hóteli en sumir leigðu herbergi hjá heimamönnum. Þegar Klampenborg járnbrautarlestin opnaði 1863 þá varð strandlengjan aðgengilegri og efnaðir sumargestir fóru að byggja sumarhús. Kráinni í þorpinu var breytt í nútíma strandhótel árið 1895. Nýr strandvegur var lagður árin 1936-38 og smán saman varð Skovshoved að úthverfi Kaupmannahafnar. Ný og stærri höfn var byggð árið 1938.