Skilnaðarkjör er safnheiti yfir skipan mála milli hjóna sökum lögskilnaðar þeirra. Að jafnaði er hjónum veitt heimild til að semja um þau sín á milli með samningi en þau þurfa að leita til yfirvalda um það sem þeim tekst ekki að semja um. Í íslenskum rétti er aðallega um að ræða skipan forsjár yfir börnum séu þau til staðar, framfærslueyrir þeirra á milli (einnig kallaður lífeyrir) og úrlausn mála um skiptingu eignarréttinda þeirra. Lögskilnaður er þá ekki veittur nema búið sé að leysa úr þessum málum eða þau komin í ákveðinn endanlegan farveg, eftir atvikum.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.