Skeið í Svarfaðardal

Skeið í Svarfaðardal er einn af innstu bæjum í Svarfaðardal og stendur undir Skeiðsfjalli sunnan Svarfaðardalsár. Bæjarins er getið í Guðmunar sögu Arasonar en frá Skeiði hélt Guðmundur góði í örlagaríka för á Heljardalsheiði. Innan við Skeið skerst Vatnsdalur inn á milli hárra fjalla. Í dalnum er allstórt vatn Skeiðsvatn. Í því er silungsveiði. Á Skeiði var stundaður blandaður búskapur allt frá öndverðu og langt fram á 20. öld. Nú er þar ferðaþjónusta.

Skeið í Svarfaðardal.