Skeggsstaðir er bær í Svarfaðardal austan Svarfaðardalsár, 10 km frá Dalvík, milli bæjanna Hofsár og Hofsárkots og stendur neðan undir Hvarfsfjalli. Jörðin er fremur lítil en þó hefur verið búið á Skeggstöðum frá alda öðli. Í Svarfdælu er getið um bæinn Skeggjastaði og er vafalaust eldra nafn á Skeggsstöðum. Í Jarðabókinni frá 1712 er minnst á Skeggsstaði en þá var jörðin í eyði. Árið 1770 var hún byggð upp og þar hefur lengst af verið búið síðan.[1] Hefðbundinn búskapur lagðist af á Skeggsstöðum á seinni hluta 20. aldar.

Skeggsstaðir í Svarfaðardal (ár 2008)

Tilvísanir breyta

  1. Stefán Aðalsteinsson (1976). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík. bls. 160.