Sköpunargáfa

(Endurbeint frá Skapandi)

Sköpunargáfa er andleg og félagsleg aðferð þar sem nýjar hugmyndir og hugtök eru búin til. Sköpunargáfa getur líka verið bara sköpun á einhverju nýju. Hún er oft tengt við list og bókmenntir en er líka mjög mikilvæg í uppfinningu og nýsköpun. Það er ekki til ein endanleg og opinber skilgreining á sköpunargáfu. Maður sem skapar er talinn vera „skapari“.

Leonardo da Vinci var mjög þekktur fyrir að vera skapandi.

Sköpunargáfa er mjög mikilvæg í störfum tengdum viðskiptum, hagfræði, byggingarlist, iðnhönnun, grafískri hönnun, auglýsingum, stærðfræði, tónlist, vísindum, verkfræði og kennslu.

Hún er tengd við starfsemi í hægra heilahvelinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.