Skandinavíufjöll er fjallgarður sem liggur um vestur-Skandinavíuskaga og er um 1700 kílómetrar að lengd. Meginhluti fjallanna er í Noregi og Svíþjóð en lítill hluti þeirra er í Norður-Finnlandi. Hæstu fjöll landanna eru: Galdhøpiggen, Noregi: 2.469 metrar, Kebnekaise, Svíþjóð: 2.104 metrar, Halti, Finnlandi: 1.324 m. Jöklar hafa mótað norsku fjöllin og skapað mýmarga firði.

Kort.
Tindar nálægt Bodö