Norræn hönnun

(Endurbeint frá Skandinavísk hönnun)

Norræn hönnun kom fram á sjöunda áratugnum í Norðurlöndunum, það er að segja Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi. Þessi hönnunarstíll einkennist af einfaldleika, naumhyggju og góðum notagildum.

Leirmunir hannaðir fyrir finnska fyrirtækið Arabia
HOL húsgögn frá IKEA

Lunning-verðlaunin, sem voru fyrst veitt framúrskarandi norrænum hönnuðum á árunum 1951 til 1970, gengu lykilhlutverki í að gera norræna hönnun að viðurkenndri söluvöru og skilgreindi einkenni hennar. Frá 2006 hafa samnorræn hönnunarverðlaun verið veitt en þau heita Forum AID Award.

Hugtakið um að fallegir og nytsamlegir hverdagshlutir eigi að vera á verði sem allir, ekki bara auðugt fólk, eiga efni á er undirstöðuatriði í þróun módernismans og funkisstílsins. Norræn hönnun frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar er líklegast fullkomnasta framkvæmd þessa hugtaks. Hugmyndafræðilegi uppruni þess var tilkoma sérstakrar norrænnar jafnaðarstefnu á sjöunda áratugnum auk gnægðar nýrra ódýra efna og framleiðsluaðferða. Í skandinavískri hönnun er notað mikið af formpressuðum viði, plasti, raf- eða glerungshúðuðu áli og pressuðu stáli.

Norræn hönnun hefur verið umræðuefni á mörgum málfundum, sýningum og markaðssetningarherferðum á síðustu 50 árum, en margar af lýðræðislegum hönnunarreglunum sem voru mikilvægar í hreyfingunni hafa staðist og endurspeglast í nútímalegri skandinavískri og alþjóðlegri hönnun.

Fyrirtæki breyta

Meðal helstu norrænu hönnunarhúsanna eru:

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.