Sjóntæki
Sjóntæki er ljósfræðilegt áhald eða hlutur sem er notaður til að bæta sjón þeirra, sem hafa sjóngalla. Algengir sjóngallar eru nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja. Gleraugu, sem borin eru á nefi, er elsta gerð sjóntækja og komu fyrst fram á 14. öld. Einglyrni er sjóngler, sem borið er fyrir eitt auga, en er lítið notað nú á dögum. Lúpa er lítið stækkunargler sem notað er við vinnu með smáa hluti. Á seinni hluta 20. aldar komu fram augnlinsur, sem settar eru utan á hornhimnu augans. Með leysiaðgerð á augum má nú orðið laga margar gerðir sjóngalla, sem gerir sjóntæki yfirleitt óþörf eftir aðgerðina.