Sjálfbærni og tímatengd hagkvæmni

Sjálfbærni og efnahagslega hagkvæmni er hægt að tengja saman, þá sérstaklega sjálfbærni (e. sustainability) og tímatengda hagkvæmni (e. dynamic efficiency). Þetta eru hugtök sem meðal annars eru notuð í Umhverfis- og auðlindahagfræði.

SjálfbærniBreyta

Hugtakið sjálfbærni er notað í tenglum við þær afleiðingar sem ákvarðanir sem teknar eru í dag hafa á velferð og hag lífvera í framtíðinni. Sjálfbærni gefur til kynna að núverandi kynslóðir ættu að hafa komandi kynslóðir í huga þegar ákvarðanir eru teknar í dag, svo að þær hafi ekki slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar.[1]

Tímatengd hagkvæmniBreyta

Í tímatengdri hagkvæmni er ekki aðeins litið á núverandi tímabil þegar taka á ákvarðanir heldur er einnig litið á þau tímabil sem komandi eru í framtíðinni. Þegar ákvörðun er tekin á tímatengdan hagkvæman hátt þá er tekið tillit til allra afleiðinga sem sú ákvörðun gæti mögulega leitt til, bæði á núverandi tímabili og komandi tímabilum.[2]

Hvernig tengjast þessi hugtök?Breyta

Kynslóðir framtíðarinnar eiga ekki að vera verr settar heldur en kynslóðir nútímans, þetta er það sem sjálfbærni gefur til kynna. En hvað er átt við með að vera verr settur? Segjum sem svo að krafist sé þess í þeim skilningi að nægt sé til af raunverulegum birgðum og að náttúruauðlindir séu til staðar. Skilyrði fyrir sjálfbærni væru þau að framtíðarkynslóðir ættu ekki að eiga minna af birgðum heldur en til eru í nútímanum. Þegar kemur að endurnýjanlegum auðlindum (e. renewable resources) að þá er enginn sérstakur ágreiningur á milli sjálfbærni og tímatengdrar hagkvæmni. Tímatengd hagkvæmni gefur yfirleitt til kynna stöðugleika í birgðum auðlinda í gegnum tíman en það er í samræmi við þetta ákveðna viðhorf á sjálfbærni.[3]

HeimildirBreyta

  1. Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
  2. Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.
  3. Field, Barry C. (2016). Natural Resource Economics: An Introduction. Waveland Press, Inc.

Tengt efniBreyta

Náttúruauðlind

Sjálfbær þróun

Sjálfbærni og efnahagsleg hagkvæmni

Umhverfis- og auðlindahagfræði